Undrast framgöngu Landverndar

Fulltrúarnir segja Kjalveg í núverandi horfi íslenskri þjóð til lítils …
Fulltrúarnir segja Kjalveg í núverandi horfi íslenskri þjóð til lítils sóma. Sigurður Bogi Sævarsson

Fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja við Kjalveg hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þeir undrast framgöngu Landverndar gegn Skipulagsstofnun og Vegagerðinni vegna framkvæmda um lagfæringu á Kjalvegi sem þeir telja löngu tímabærar.

Landvernd hefur nú kært Skipulagsstofnun fyrir meint brot á lögum um mat á umhverfisáhrifum við málsmeðferð vegna framkvæmda á Kjalvegi og sakar Vegagerðina um að skjóta sér undan mati á umhverfisáhrifum.

Frétt mbl.is - Landvernd kærir Vegagerðina

Fulltrúum ferðaþjónustufyrirtækja við Kjalveg þykir þessi málarekstur Landverndar undarlegur og segja hann tefja fyrir nauðsynlegum lagfæringu og beinlínis stuðla að utanvegaakstri á hálendinu.

Fulltrúarnir segja Alþingi og stjórnvöld hafa farið fram hjá ástandi Kjalvegar ár eftir ár og veita ekki fjármuni til uppbyggingar leiðarinnar um Kjöl. Því hafi Vegagerðin gripið til þess ráðs að nota hluta af fjárveitingum til viðhalds vegakerfisins og lagfæra Kjalveg í áföngum.

Þá segja fulltrúarnir að nú hafi sveitastjórn Bláskógabyggðar samþykkt framkvæmdaleyfi um þriggja kílómetra langan kafla norðan Hvítár að Árbúðum. Þeir segja þetta verkefni viðhaldsverkefni en ekki nýja framkvæmd sem kalla myndi á mat á umhverfisáhrifum. Þeir segja málarekstur Landverndar líklega tefja viðhald á þessum tiltekna kafla sem geri það að verkum að vatnið renni áfram um niðurgrafinn vegslóðann og vegfarendur freista þess að krækja hjá pollum og keldum með akstri utan vegar.

Í yfirlýsingu sinni segja fulltrúarnir Kjalveg í núverandi horfi íslenskri þjóð til lítils sóma og einungis veg að nafni til á stórum hluta en í raun vart ökufær vegslóði.

Með málrekstri sínum telja þeir Landvernd hægja á öllum framkvæmdum sem þeir telja nauðsynlegar.

Kjalvegur.
Kjalvegur. mbl.is/Loftmyndir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert