Verða ekki sendir aftur til Ítalíu

Ólöf Nordal innanríkisráðherra
Ólöf Nordal innanríkisráðherra mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir hæl­is­leit­end­ur sem töpuðu mál­um sín­um í Hæsta­rétti í síðustu viku verða ekki send­ir aft­ur til Ítal­íu fyrr en búið er að leggja mat á stöðu þeirra og „heild­ar­sam­hengi hlut­anna“.

Þetta kom fram í svari Ólaf­ar Nor­dal inn­an­rík­is­ráðherra við fyr­ir­spurn Helga Hrafns Gunn­ars­son­ar, kaf­teins Pírata, á þing­fundi í dag. Helgi spurði ráðherr­ann hvort hún væri enn þeirr­ar skoðunar að Ítal­ía, Grikk­land og Ung­verja­land væru ekki ör­ugg lönd fyr­ir hæl­is­leit­end­ur en það kom fram í máli ráðherr­ans á þing­inu í síðasta mánuði. Helgi sagði það ljóst að ef menn­irn­ir yrðu send­ir til Ítal­íu þyrftu þeir að búa á göt­unni og róta í rusla­tunn­um eft­ir mat.

Fyrri frétt mbl.is: „Grikk­land ekki talið ör­uggt land“

Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tók einnig til máls og spurði ráðherr­ann hvort hún myndi standa við orð sín með stjórn­valdsákvörðun um að eng­inn verði send­ur til baka til þess­ara landa.

Ólöf ít­rekaði svar sitt við fyr­ir­spurn Helga og sagðist hafa farið fram á að þess­ir aðilar yrðu ekki send­ir til baka að svo stöddu „meðan ráðuneytið er að fara yfir þetta mál og heild­ar­sam­hengi hlut­anna.“

Ólöf sagði það einnig mjög vandmeðfarið að ræða ná­kvæm­lega um ein­stök mál í þingsal en lagði áherslu á að málið væri til skoðunar. 

Fyrri frétt mbl.is: Harma niður­stöðu ís­lensks rétta­kerf­is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert