Hafi ekki efni á hjólreiðaáætluninni

Borgaryfirvöld vilja efla hjólreiðar.
Borgaryfirvöld vilja efla hjólreiðar. mbl.is/Styrmir Kári

Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar og flug­valla­vina, seg­ir að setja verði hjól­reiðaáætl­un borg­ar­inn­ar fyr­ir árin 2015 til 2020 á bið þar sem ekki eru til fjár­mun­ir til að seinna lög­bund­inni grunnþjón­ustu borg­ar­inn­ar. Þá seg­ir hún tölu­verða áhættu fylgja hjól­reiðum í borg­inni vegna meng­un­ar.

Nú stend­ur yfir umræða um hjól­reiðaáætl­un borg­ar­inn­ar á fundi borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur.

Hjálm­ar Sveins­son, formaður um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, hóf umræðuna með kynn­ingu á áætl­un­inni. Steig Svein­björg næst í pontu. Rifjaði hún upp að hún hefði látið bóka á fundi borg­ar­stjór­ar 7. októ­ber á síðasta ári að hún teldi ekki þörf á að fara í gerð hjóla­áætl­un­ar þar sem mark­miðum þeirr­ar sem lögð var fram til árs­ins 2015 hafði ekki verið náð. Því ætti ekki að eyða fjár­mun­um og tíma í vinnu ann­ar­ar áætl­un­ar.

Sagði Svein­björg að borg­ar­stjórn stæði nú uppi með ágæt­is plagg sem upp­fylli að miklu leyti vænt­ing­ar sem sett­ar eru fram í aðal­skipu­lagi borg­ar­inn­ar. Vísaði hún næst í frétt sem birt var á mbl.is um helg­ina, þ.e að nýtt met hefði verið sett í um­ferðinni á höfuðborg­ar­svæðinu í sept­em­ber en alls fóru rúm­lega millj­ón öku­tæki yfir þrjú mælisnið Vega­gerðar­inn­ar á einni viku.

Frétt mbl.is: Rúm­lega millj­ón öku­tæki á viku

Sagðist Svein­björg mjög hlynnt því að fólk hjóli en ekki væri alltaf hægt að treysta á að rokið feyki meng­un­inni í burtu og því fylgi lífs­stíln­um tölu­verð áhætta vegna meng­un­ar. Sagðist hún þó vilja hrósa þeim sem komu að vinnu áætl­un­ar­inn­ar.

Svein­björg sagði einnig að þó að þver­póli­tísk sátt væri um málið í borg­ar­stjórn þyrfti að setja áætl­un­ina og marg­ar aðrar á bið eða seinka fram­kvæmd þeirra þar á meðan ekki næðist að sinna grunnþjón­ustu og al­menni­legu viðhaldi fast­eigna, þar á meðal gatna í borg­inni, vegna skorts á fjár­magni.

„Hjól­reiðaáætl­un­in er fal­leg og vel unn­in en pen­ing­arn­ir eru ekki til til að fram­fylgja henni. Við verðum að for­gangsraða fjár­mun­um í þágu grunnþjón­ust­unn­ar,“ sagði Svein­björg.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert