Ísland í hnotskurn á Snæfellsnesi

Ljósmynd/Ma

Á ferðabloggsíðunni Stuck in Ice­land birt­ist ný­lega ít­ar­leg um­fjöll­un, bæði í máli og stór­kost­leg­um mynd­um, um Snæ­fells­nes. Ljós­mynd­ar­inn og heims­hornaflakk­ar­inn Mart­in Schulz er les­end­um mbl.is vel kunn­ug­ur, bæði af um­fjöll­un hans og mynd­um af Breiðamerk­urs­andi og af Kirkju­felli, staður sem er í sér­stöku upp­á­haldi hjá hon­um.

Frétt mbl.is: Breiðamerk­urs­and­ur í mynd­um

Mart­in Shculz tók hvort­tveggja mynd­irn­ar og skrifaði text­ann í þess­ari færslu á Stuck in Ice­land. Hér birt­ist hluti um­fjöll­un­ar Matr­in Schulz um Snæ­fells­nes, en um­fjöll­un­ina í heild, ásamt öll­um þeim mynd­um sem hann birt­ir, má lesa á Stuck in Ice­land með því að smella hér.

Frétt mbl.is: Er heillaður af Kirkju­felli

Í frá­sögn­inni sem birt­ist að þessu sinni á Stuck in Ice­land seg­ir Schulz frá því að hann hafi 14 sinn­um komið til lands­ins og heill­ast upp á nýtt í hvert ein­asta skipti. „Ég hef heim­sótt eins ólíka staði og hægt er að hugsa sér, allt frá há­lendi Íslands, með sína hrjúfu feg­urð, að köld­um svæðum Vatna­jök­uls og að in­dælu Mý­vatni,“ skrif­ar Schulz.

„En einn er sá staður sem er sér­stak­ur á Íslandi og ég hef heim­sótt á öll­um mín­um ferðum. Hann er sagður vera „Ísland í hnot­skurn“ því þar get­ur þú fundið allt það sem er ein­kenn­andi við Ísland á ein­um stað.“

Eldborg á Mýrum.
Eld­borg á Mýr­um. Ljós­mynd/​Mart­in Schulz

Með skrif­um sín­um og mynd­um býður hann les­end­um Stuck in Ice­land í ferð um Snæ­fells­nes á mis­mun­andi árs­tíma.

„Eft­ir að hafa keyrt gegn­um Borg­ar­nes“ skrif­ar hann, eft­ir að hafa hrósað Blóma­setr­inu í Borg­ar­nesi í há­stert, „beygj­um við inn veg 54 sem leiðir okk­ur á Snæ­fells­nes. Það fyrsta sem þú tek­ur eft­ir eru hraun­breiðurn­ar og loks Eld­borg.“ Ljóst er af skrif­um Mart­ins að hann hugs­ar um­fjöll­un sína fyr­ir þá sem ekki eru inn­fædd­ir, því fjöldi Íslend­inga er löngu hætt­ur að taka eft­ir hvað jafn­al­geng­ur hlut­ur og hraun­flák­ar eru í raun merki­leg­ir.

Hann hvet­ur þá sem ferðast á Snæ­fells­nes að gera sér ferð að Búðum. Þar er ekki bara að finna ynd­is­legt hót­el, held­ur einnig glæsi­lega kirkju sem stend­ur ein í grónu hraun­inu. „Að sjá sól­ina koma upp fyr­ir ofan þessa litlu kirkju er mjög sér­stakt,“ skrif­ar hann. „Ég var hérna með eig­in­konu minni á brúðkaup­saf­mæl­inu okk­ar - það var frá­bært.“

Ljós­mynd/​Mart­in Schulz

Auk þess séu af­skekktu fjör­urn­ar við Búðir vel þess virði að skoða. „Ég hef oft horft á sól­ar­upp­rás­ina á þess­um ein­staka stað og var aft­ur og aft­ur upp­num­inn af því hversu fal­legt lands­lagið get­ur orðið - hversu stór­kost­leg nátt­úr­an okk­ar er.

Stuttu áður en komið er að Arn­arstapa þegar ekið er suður fyr­ir Snæ­fells­nes lýs­ir Mart­in því hvernig lands­lagið breiðir út arma sína þar sem Stapa­fell og topp­ur­inn á Snæ­fells­jökli birt­ast. Gat­klett­ur og hraunið við Arn­arstapa er meðal þess sem fang­ar augu Mart­ins. Hann seg­ir Atlants­hafið marg­breyti­legt eft­ir því hvort hann standi við það á hlýrri sum­arnóttu eða á köldu vetr­ar­kvöldi. Á sumr­in sýn­ir hafið sín­ar blíðu hliðar en á vet­urna lem­ur hafið á klett­un­um.

Ljós­mynd/​Mart­in Schulz
Ljós­mynd/​Mart­in Schulz

Á leiðinni að þeim stað sem Mart­in lýs­ir sem þeim fal­leg­asta á öllu nes­inu seg­ir hann nauðsyn­legt að koma við á Fjöru­hús­inu, litlu kaffi­húsi á Helln­um. Lóndrang­ar séu svo annað sem all­ir verði að skoða. Þá sé nauðsyn­legt að vara sig á krí­un­um við Rif ef maður hætt­ir sér út úr bíln­um.

Ljós­mynd/​Mart­in Schulz

Staður­inn sem Mart­in held­ur svo mikið upp á er Kirkju­fell. „Nafnið er til komið vegna þess að bratt­ar fjalls­hlíðarn­ar minna á kirkju­skip,“ skrif­ar Mart­in. „Ég hef verið marga daga, kvöld og næt­ur við þetta fjall og nær­liggj­andi foss,“ eins og sjá má á mynd­un­um sem hann birt­ir með um­fjöll­un­inni á Stuck in Ice­land.

Um­fjöll­un Mart­in Schulz má lesa í heild, á ensku, á Stuck in Ice­land.

Kirkjufell frá heldur óvanalegu sjónarhorni.
Kirkju­fell frá held­ur óvana­legu sjón­ar­horni. Ljós­mynd/​Mart­in Schulz
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert