Erfitt fyrir bankana að svara

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Bankarnir eiga eflaust erfitt með að keppa við þessi kjör en það á eftir að koma í ljós hvernig þeir bregðast við.“

Þetta segir Magnús Árni Skúlason hagfræðingur í Morgunblaðinu í dag í  ljósi þeirrar ákvörðunar Lífeyrissjóðs verslunarmanna að hækka hámarks veðsetningarhlutfall sjóðfélagalána í 75% samhliða lækkun vaxta.

Sjóðurinn býður nú upp á 3,2% breytilega verðtryggða vexti, 3,6% fasta verðtryggða vexti og 6,97% óverðtryggða vexti sem festir eru til þriggja ára. Samhliða þessum breytingum hefur sjóðurinn ákveðið að lækka lántökugjald um 25%. Hingað til hefur það verið 1% eins og hjá öðrum lánastofnunum en fer við breytinguna niður í 0,75%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka