Kæra embætti lögreglustjóra

Lögreglustöðin Hverfisgötu
Lögreglustöðin Hverfisgötu Þórður Arnar Þórðarson

Sam­tök­in ’78 ætla í dag að kæra ákv­arðanir lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu til rík­is­sak­sókn­ara en embætti lög­reglu­stjóra vísaði ný­verið  frá kæru sam­tak­anna um hat­urs­full um­mæli í garð hinseg­in fólks. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá Sam­tök­un­um ’78. 

„Sam­tök­in ’78 gagn­rýna harðlega þá ákvörðun lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu frá 8. sept­em­ber 2015 um að vísa frá kær­um sam­tak­anna, sem lagðar voru fram hjá embætt­inu þann 27. apríl 2015. Ákvarðan­irn­ar, sem all­ar eru stutt­ar og sam­hljóða, eru þess efn­is að embætt­inu þyki ekki „grund­völl­ur til að hefja rann­sókn á hinum meintu brot­um“. 

Gagn­rýni sam­tak­anna bygg­ist á að kær­urn­ar varði um­mæli sem lát­in voru falla á op­in­ber­um vett­vangi og eiga það sam­eig­in­legt að vera til þess fall­in að hæðast að, smána eða jafn­vel ógna hinseg­in fólki sök­um kyn­hneigðar þeirra eða kyn­vit­und­ar. Sam­tök­in ’78 telja að um­mæl­in séu refs­inæm í því ljósi, enda er það mat sam­tak­anna að þau falli öll und­ir orðalag 233. gr. a al­mennra hegn­ing­ar­laga nr. 19/​1940. 

Sam­tök­in ’78 telja að málsmeðferð lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu, sem fel­ur í sér að kær­un­um er vísað frá án eig­in­legr­ar rann­sókn­ar, sé óvönduð. Ákvarðanir lög­reglu­stjór­ans geti auk þess ekki byggst á mál­efn­an­leg­um rök­um og séu til þess falln­ar að úti­loka þá refsi­vernd sem fólg­in er í 233. gr. a al­mennra hegn­ing­ar­laga og er ætlað að ná til minni­hluta­hópa á borð við hinseg­in fólk. Um leið sé úti­lokaður mögu­leik­inn á því að inn­lend­ir dóm­stól­ar fái að eiga síðasta orðið um heim­færslu hinna kærðu um­mæla und­ir títt­nefnt lagákvæði al­mennra hegn­ing­ar­laga. Sam­tök­in telja með hliðsjón af því ótækt að lög­reglu­stjóri beiti valdi sínu með þess­um hætti.

Með það í huga og í sam­ráði við lög­mann sam­tak­anna, Björgu Val­geirs­dótt­ur hdl., hafa Sam­tök­in ’78 tekið þá ákvörðun að kæra um­rædd­ar ákv­arðanir lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu til rík­is­sak­sókn­ara. Verður með kær­un­um farið fram á að ákv­arðanir lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu verði end­ur­skoðaðar og að lagt verði fyr­ir embættið að taka mál­in til áfram­hald­andi meðferðar og þar með rann­sókn­ar. Kær­urn­ar verða af­hent­ar rík­is­sak­sókn­ara kl. 13, miðviku­dag­inn 7. októ­ber 2015, í hús­næði rík­is­sak­sókn­ara við Hverf­is­götu 6 í Reykja­vík. 

Sam­tök­in ’78 munu halda áfram ára­tuga bar­áttu sinni  fyr­ir mann­v­irðingu hinseg­in fólks hér á landi. Sam­tök­in eru því reiðubú­in að lýsa því yfir hér með að end­ur­skoði rík­is­sak­sókn­ari ekki ákvörðun lög­reglu­stjór­ans með fyrr­greind­um hætti, verði rétt­mæti þeirr­ar ákvörðunar bor­in und­ir mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu.“

Lögreglustöðin Hverfisgötu
Lög­reglu­stöðin Hverf­is­götu Þórður Arn­ar Þórðar­son
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið kærð til …
Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir, lög­reglu­stjóri á höfuðborg­ar­svæðinu, hef­ur verið kærð til rík­is­sak­sókn­ara af Sam­tök­un­um 78. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert