Mjólkursamsalan og umboðsmenn hennar í Finnlandi hafa fengið úrskurðað lögbann á sölu sænska mjólkurrisans Arla á vörum sem merktar eru sem skyr.
Arla þarf að fjarlægja allt sitt skyr úr verslunum þar í landi áður en vika er liðin, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
MS og umboðsmenn hafa unnið mikinn markað fyrir skyr í Finnlandi. Þeir hafa talið sig eiga vörumerkið skyr vegna notkunar þess á markaðnum í mörg ár. Þeir kröfðust lögbanns þegar Arla hóf sölu á vöru undir merkjum skyrs og nú hefur dómstóllinn fallist á rök þeirra.