Spyr um greiðslur þrotabúanna

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hefur lagt fram skriflega fyrirspurn á Alþingi til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um greiðslur þrotabúa föllnu bankanna, Glitnis, Kaupþings og Landsbanka Íslands, í ríkissjóð í tengslum við losun fjármagnshaftanna.

Katrín spyr í fyrsta lagi hversu háar fjárhæðir þrotabúin muni greiða til íslenska ríkisins í formi svokallaðra stöðugleikaframlaga á grundvelli samninga sem ríkisstjórnin hafi ákveðið að gera við þau í tengslum við losun haftanna. Ennfremur hversu háar fjárhæðir yrði um að ræða ef þrotabúin gætu ekki staðið við samningana og greiddu stöðugleikaskatt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert