Vill að allir unglingar verði skimaðir

Kristján Þór Júlíusson.
Kristján Þór Júlíusson. mbl.is/Golli

Meðal þess sem felst í nýrri geðheilbrigðisstefnu, sem Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra vinnur nú að, er að allir unglingar á landinu verði skimaðir fyrir þunglyndi og kvíða.

Undanfarin ár hafa 9. bekkingar í Breiðholti verið skimaðir fyrir kvíða og þunglyndi og í kjölfarið hefur þeim sem ástæða hefur þótt til verið boðið á námskeið í hugrænni atferlismeðferð. Það hefur m.a. leitt til þess að tilvísunum um greiningar hefur fækkað um 50%.

„Við verðum að horfast í augu við að þetta eru sjúkdómar. Þörfin er knýjandi og þessi málaflokkur hefur verið meira á hliðarlínunni en önnur heilbrigðisþjónusta,“ segir Kristján Þór í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert