Með kvittun fyrir veiðiferðinni

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra.
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

„Varðandi veiðiferð í Vatnsdalsá og kostnað við hana vil ég segja við háttvirtan þingmann að ég hef í mínum fórum kvittun fyrir mínum greiðslum,“ sagði Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra á Alþingi í dag í svari við fyrirspurn frá Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingmanni Pírata, sem spurði hann hver hafi greitt fyrir veiðiferð sem hann hefði farið á síðasta ári.

Þingmaðurinn spurði einnig að því á hverra vegum Illugi hafi verið í Kína árið 2013 og hver tengsl hans væru við fyrirtækið Orka Energy. Ráðherrann svaraði því til að ferðin til Kína hafi verið í boði kínverskra stjórnvalda en vannst ekki tími til þess að fjalla um tengsl sín við Fyrirtækið Orka Energy. Fyrirspurnirnar komu í kjölfar umræðu um frumvarp Ástu Guðrúnar um sannleiksskyldu ráðherra. Spurði hún Illuga hvað honum þætti um frumvarpið. Ráðherrann sagðist telja að slík skylda væri þegar fyrir hendi í núgildandi lögum og reglum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert