Frá og með 1. nóvember mun kosta 900 krónur fyrir fullorðna í sund í Reykjavík. Borgarráð samþykkti hækkunina í dag en Dagur B. Eggertsson lagði fram tillöguna. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Í tillögu borgarstjóra kemur fram að hækkunin sé liður í fyrstu skrefum í aðgerðaáætlun borgarráðs. Verð fjölmiðakorta og afslættir haldast óbreytt.
Um töluverða hækkun er að ræða en í dag kostar 650 krónur fyrir fullorðna í sundlaugar Reykjavíkurborgar.