Sigurjón í þriggja og hálfs árs fangelsi

Sigurjón, Steinþór og Elín.
Sigurjón, Steinþór og Elín.

Hæstirétt­ur dæmdi Sig­ur­jón Þ. Árna­son í þriggja ára og sex mánaða fang­elsi í dag, en hann hafði áður verið sýknaður í héraðsdómi. Sig­ríður Elín Sig­fús­dótt­ir, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs bank­ans, var einnig sak­felld og dæmd í 18 mánaða fang­elsi.

Í mál­inu voru Sig­ur­jón Þ. Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans, Sig­ríður Elín Sig­fús­dótt­ir og Steinþór Gunn­ars­son ákærð, ým­ist fyr­ir umboðssvik eða markaðsmis­notk­un.

Sig­ur­jón og Sig­ríður Elín voru sýknuð í héraði en Steinþór dæmd­ur í 9 mánaða fang­elsi, þar sem sex mánuðir voru skil­orðsbundn­ir. Hæstirétt­ur dæmdi Steinþór hins veg­ar til að sitja all­an tím­ann óskil­orðsbundið.

Frétt mbl.is: Steinþór dæmd­ur í fang­elsi

Sig­ur­jón og Sig­ríður Elín voru ákærð í tveim­ur liðum, fyr­ir umboðssvik og markaðsmis­notk­un vegna sölu eig­in hluta­bréfa bank­ans til Imon ehf. og fullr­ar fjár­mögn­un­ar bank­ans á nefnd­um bréf­um.

Sig­ur­jón og Steinþór voru ákærðir í tveim­ur liðum, fyr­ir markaðsmis­notk­un tengsl­um við sölu eig­in bréfa til Imon og Aza­lea Resources Ltd.

Imon-málið sem svo er kallað tengd­ist sölu Lands­bank­ans á eig­in bréf­um til tveggja eign­ar­halds­fé­laga í lok sept­em­ber og byrj­un októ­ber árið 2008. Fé­lög­in tvö voru Imon ehf. og Aza­lea Resources Ltd.

Til stóð að Lands­bank­inn fjár­magnaði kaup­in og hefðu þrett­án millj­arðar króna verið lánaðir til fé­lag­anna ef allt hefði gengið eft­ir. Hins veg­ar varð „aðeins“ af einni lán­veit­ingu af þrem­ur, upp á fimm millj­arða króna til Imon. Engu að síður voru hluta­bréf færð inn á fé­lög­in í öll­um til­vik­um og Kaup­höll­inni til­kynnt um viðskipt­in. Hélt sak­sókn­ari því fram að það hefði verið gert til að blekkja markaðinn. Fjár­fest­ar hafi komið inn í bank­ann sem ekki voru til­bún­ir að leggja fram nein­ar trygg­ing­ar, engu að síður hafi eigna­laus fé­lög þeirra fengið hluta­bréf fyr­ir millj­arða króna.

Ákæru­valdið fór fram á ekki minna en fimm ára fang­elsi yfir Sig­ur­jóni og ekki minna en fjög­urra ára fang­elsi yfir El­ínu og Steinþóri. Bæði Steinþór og rík­is­sak­sókn­ari áfrýjuðu héraðsdómn­um til Hæsta­rétt­ar, en aðalmeðferð í mál­inu var í sept­em­ber.

Hæstiréttur
Hæstirétt­ur mbl.is/​Krist­inn
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, var sýknaður í Imon-málinu …
Sig­ur­jón Þ. Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans, var sýknaður í Imon-mál­inu í héraði. mbl.is/Þ​órður
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert