Fylgi öðrum í kjarabótum

„Ég held að menn hljóti að ná niðurstöðu þar sem þið fylgið þeim kjarabótum sem aðrir hafa náð,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra eftir að hafa tekið við yfirlýsingu frá lögreglumönnum, sjúkraliðum og félagsmönnum SFR í dag. Markmiðið sé að ná raunverulegri kaupmáttaraukningu.

Fólk úr öllum stéttum mætti fyrir utan Stjórnarráðið í morgun til þess að leggja áherslu á að kröfur þess um að fá sambærilegar kjarabætur og aðrir ríkisstarfsmenn hafa fengið að undanförnu. 

Formenn Sjúkraliðafélags Íslands, SFR og Landssambands Lögreglumanna afhentu svo Sigmundi Davíð yfirlýsingu þar sem ríkisstjórnin er hvött til að mæta kröfunum áður en fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir skella á 15. október næstkomandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert