Hálfsannleikur hjá Isavia

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis.
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis. mbl.is/RAX

Vig­dís Hauks­dótt­ir, formaður fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is, seg­ir það hálfsann­leik hjá Isa­via að 545 millj­ón­um króna verði varið til viðhalds­fram­kvæmda á inn­an­lands­flug­völl­um í ár. Um síðustu mánaðamót hafi upp­hæðin numið 230 millj­ón­um. Annað sé ein­fald­lega áætl­un. 

Fjár­laga­nefnd Alþing­is fundaði í dag um fjár­hags­mál Isa­via. Björn Óli Hauks­son, for­stjóri Isa­via, sat m.a. fyr­ir svör­um nú síðdeg­is. 

„Staðan í inn­an­lands­mál­un­um er sú, að ég var með rétt­ar upp­lýs­ing­ar þegar ég lét hafa það eft­ir mér að það væri ekki nærri verið að nota allt það fjár­magn til upp­bygg­ing­ar og viðgerða á flu­göll­um á þessu ári,“ seg­ir Vig­dís í sam­tali við mbl.is.

Þann 30. sept­em­ber sl. hafi 230 millj­ón­ir verið varið til viðhalds og upp­bygg­ing­ar. Sú tala hafi lítið breyst síðan þá. 

Viðhaldsþörf­in í heild 600 millj­ón­ir

Viðhaldsþörf flug­valla­kerf­is­ins í heild er um 600 millj­ón­ir kr. í venju­legu ár­ferði, að því er seg­ir í sam­an­tekt Isa­via um viðhalds­fram­kvæmd­ir á inn­an­lands­flug­völl­um frá ár­inu 2008, sem var birt á vef fé­lags­ins í gær. Við þá fjár­hæð bæt­ist ný­fram­kvæmd­ir, svo sem leng­ing flug­brauta, stækk­un flug­hlaða, nýr flug­leiðsögu­búnaður og fleira. 

Isa­via áætl­ar að 545 millj­ón­ir fari í slík­ar fram­kvæmd­ir í ár.

Vig­dís tek­ur fram, að þarna sé um áætl­un að ræða. Ekki sé búið að ráðstafa þessu fjár­magni og því sé þetta „hálfsann­leik­ur“ hjá Isa­via. 

Vig­dís seg­ir að Isa­via hafi bent á, að síðasta ár hafi aðeins 182 millj­ón­ir króna feng­ist til slíkra fram­kvæmda og að árið hafi verði það allra slak­asta hvað þetta varðar.

„Samt eru þeir með inni í þess­um töl­um núna [árið 2015] 45 millj­ón­ir frá því i fyrra. Af hverju var þeim ekki ráðstafað í fyrra, fyrst að það er verið að kvarta yfir því að það var svona lítið fjár­magn lagt í viðhald inn­an­lands,“ spyr Vig­dís.

Töl­ur sett­ar í já­kvætt sam­hengi

„Þannig að af þess­um 545 millj­ón­um eru 50 millj­ón­ir sem er ekki farið að hreyfa varðandi flug­hlaðið á Ak­ur­eyri. Það eru tæp­ar 50 millj­ón­ir sem eru færðar á milli ára,“ seg­ir Vig­dís og bæt­ir við að Isa­via sé þarna að setja töl­ur í já­kvætt sam­hengi. 

Eins og staðan sé í dag, þá sé búið að leggja 230 millj­ón­ir í nauðsyn­legt viðhald á flug­völl­um á lands­byggðinni. „Hitt eru áætlan­ir eða fram­virk­ir samn­ing­ar sem á eft­ir að vinna og fara í.“

Þá seg­ir hún, að það megi bú­ast við að hluti fjár­ins verði flutt­ur yfir á næsta ár. 

Isa­via seg­ir í fyrr­greindri sam­an­tekt, að ónýtt­ar fjár­veit­ing­ar til fram­kvæmda og viðhalds séu sam­kvæmt ákvæði þjón­ustu­samn­ings inn­an­rík­is­ráðuneyt­is við Isa­via færðar milli ára, enda séu þær í öll­um til­fell­um ætlaðar til­greind­um verk­efn­um á flug­völl­um rík­is­ins.

„Al­gengt er að heim­ild­ir til fram­kvæmda fá­ist ekki fyrr en langt er liðið á árið og þá næst þá oft ekki að ljúka við fram­kvæmd­ir á því ári. Sem dæmi má nefna að samn­ing­ur um fram­kvæmd­ir og viðhald árs­ins 2015 var und­ir­ritaður í júní 2015 og gátu þá útboð vegna verk­efn­anna  fyrst haf­ist,“ seg­ir í sam­an­tekt­inni.

Þýðir ekk­ert að hóta því að loka flug­völl­um

„Það verður að ráðstafa þessu því þörf­in er svo rosa­lega brýn. Það þýðir ekk­ert að sitja á fénu, fara ekki í fram­kvæmd­ir og hóta svo að loka flug­völl­um á næsta ári, eins og á Húsa­vík,“ seg­ir Vig­dís og bæt­ir við að það sé skrýtið verklag.

Aðspurð seg­ir Vig­dís að mál­inu sé ekki lokið og að fleiri fund­ir verði haldn­ir fram að jól­um varðandi mál­efni inn­an­lands­flugs.

Hún seg­ir að það sé óviðun­andi að Isa­via sé að hóta því að loka flug­völl­um úti á landi. „Sam­kvæmt lög­um á Isa­via að sjá til þess að inn­an­lands­flugið sé í lagi.“

Innanlandsflugvallakerfið er í eigu ríkisins og Isavia sér um daglegan …
Inn­an­lands­flug­valla­kerfið er í eigu rík­is­ins og Isa­via sér um dag­leg­an rekst­ur þess í sam­ræmi við þjón­ustu­samn­ing við inn­an­rík­is­ráðuneytið. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, sat fyrir svörum á fundinum.
Björn Óli Hauks­son, for­stjóri Isa­via, sat fyr­ir svör­um á fund­in­um. mbl.is/​Golli
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert