Húðflúrslitur finnst í eitlum

Húðflúr verða sífellt vinsælli, sérstaklega stór húðflúr.
Húðflúr verða sífellt vinsælli, sérstaklega stór húðflúr. mbl.is/Ernir

Læknar hafa verið að sjá í auknum mæli svarta eitla í fólki sem er með húðflúr. Liturinn úr húðflúri ferðast í nærliggjandi eitla en ekki er vitað um langtímaáhrif þess.

Helena Sveinsdóttir, lýtalæknir í Svíþjóð, segist æ oftar rekast á litaða eitla þegar hún gerir brjóstaaðgerðir og svuntuaðgerðir hjá fólki með húðflúr. Hún segir að læknar telja gjarnan í fyrstu að um sýkta eitla sé að ræða og senda sýni í ræktun, en það komi svo í ljós að eitlarnir séu litaðir af húðflúrslit.

Lára G. Sigurðardóttir, læknir hjá Krabbameinsfélaginu hefur einnig áhyggjur af húðflúri ekki síst nú þegar vinsældir þess eru að aukast og húðflúrin stærri en áður. „Hvort þessi efni ferðist áfram um líkamann er ekki vitað því enn sem komið er eru engar rannsóknir sem hafa sýnt hvort litarefnin ferðist víðar en til eitla. Sömuleiðis er enn ekki vitað hvaða áhrif litarefnin hafa til langs tíma en ljóst er að þau sitja eftir í líkamanum,“ segir hún.

Nánar má lesa um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins um helgina.
Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins um helgina. mbl.is
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka