Húðflúrslitur finnst í eitlum

Húðflúr verða sífellt vinsælli, sérstaklega stór húðflúr.
Húðflúr verða sífellt vinsælli, sérstaklega stór húðflúr. mbl.is/Ernir

Lækn­ar hafa verið að sjá í aukn­um mæli svarta eitla í fólki sem er með húðflúr. Lit­ur­inn úr húðflúri ferðast í nær­liggj­andi eitla en ekki er vitað um lang­tíma­áhrif þess.

Helena Sveins­dótt­ir, lýta­lækn­ir í Svíþjóð, seg­ist æ oft­ar rek­ast á litaða eitla þegar hún ger­ir brjóstaaðgerðir og svuntuaðgerðir hjá fólki með húðflúr. Hún seg­ir að lækn­ar telja gjarn­an í fyrstu að um sýkta eitla sé að ræða og senda sýni í rækt­un, en það komi svo í ljós að eitl­arn­ir séu litaðir af húðflúr­slit.

Lára G. Sig­urðardótt­ir, lækn­ir hjá Krabba­meins­fé­lag­inu hef­ur einnig áhyggj­ur af húðflúri ekki síst nú þegar vin­sæld­ir þess eru að aukast og húðflúr­in stærri en áður. „Hvort þessi efni ferðist áfram um lík­amann er ekki vitað því enn sem komið er eru eng­ar rann­sókn­ir sem hafa sýnt hvort litar­efn­in ferðist víðar en til eitla. Sömu­leiðis er enn ekki vitað hvaða áhrif litar­efn­in hafa til langs tíma en ljóst er að þau sitja eft­ir í lík­am­an­um,“ seg­ir hún.

Nán­ar má lesa um málið í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins um helgina.
Forsíða Sunnu­dags­blaðs Morg­un­blaðsins um helg­ina. mbl.is
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka