Kvöldvaktin fullmönnuð hjá lögreglunni

Lögreglumenn standa nú í kjaraviðræðum við ríkið.
Lögreglumenn standa nú í kjaraviðræðum við ríkið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfsemi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er nú að færast í eðlilegt horf en í dag tilkynntu um sjötíu lögreglumenn þar veikindi og mættu ekki til starfa. Að sögn Jóhannesar Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er kvöldvaktin sem mætti til starfa klukkan 19 fullmönnuð. Þar að auki er búið að opna lögreglustöðina á Grensásvegi að nýju en hún var lokuð í dag vegna manneklu. Að sögn Jóhannesar eru allar lögreglustöðvar á höfuðborgarsvæðinu nú opnar.

Eins og fram kom á mbl.is fyrr í kvöld mönnuðu yf­ir­menn lög­reglu­bif­reiðar og gengu í önn­ur störf til að sinna lág­marks­ör­ygg­is­gæslu á höfuðborg­ar­svæðinu. Dag­ur­inn gekk án stór­áfalla. 

Eins og fram hef­ur komið, tel­ur fjár­málaráðuneytið að for­föll­in séu ólög­mæt­ar verk­fallsaðgerðir lög­reglu­manna til að knýja á um bætt  launa­kjör.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert