Mikil veikindi meðal lögreglumanna

Sú óvenju­lega staða kom upp hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu í morg­un að marg­ir lög­reglu­menn hjá embætt­inu boðuðu for­föll vegna veik­inda.

Af þeirri ástæðu er viðbúið að ekki verði unnt að sinna öll­um verk­efn­um sem koma á borð lög­reglu í dag, en þau sem telj­ast brýn og áríðandi verða vita­skuld sett í for­gang eins og jafn­an áður, seg­ir í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

Frétt mbl.is: Ráðuneytið hót­ar lög­reglu lög­sókn

Lög­regl­an biðst vel­v­irðing­ar á þeim óþæg­ind­um sem þetta kann að valda, en biðlar jafn­framt til fólks að sýna henni skiln­ing og þol­in­mæði í dag.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Ak­ur­eyri er eitt­hvað um veik­indi meðal lög­reglu­manna þar í dag en þeir sem eru mætt­ir munu sinna verk­efn­um sín­um. Svipaða sögu er að segja af lög­regl­unni á Suður­landi og Suður­nesj­um en þar vant­ar nokkra lög­reglu­menn í dag vegna veik­inda.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert