Ernir fá fjórðu flugvélina í flotann

Ein af Jet Stream 32 flugvélum Ernis.
Ein af Jet Stream 32 flugvélum Ernis. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fjórða skrúfuþotan í flota Flugfélagsins Ernis bætist við síðar í mánuðinum.

Mikil fjölgun farþega til og frá Húsavík og Vestmannaeyjum, þangað sem félagið er með daglegar ferðir, ræður þessu og hafa flugvélakaupin verið í deiglu um nokkurt skeið. Vélin nýja er sömu gerðar og þær þrjár sem Ernir eiga fyrir, það er Jet Stream 32 sem tekur 19 farþega.

Jet Stream vélin væntanlega hefur verið í eigu tyrknesks flugfélags. Um þessar mundir eru nokkrir Ernismenn í Tyrklandi að yfirfara gripinn og taka út. Allt hefur gengið að óskum og reiknar Ásgeir Örn Þorsteinsson sölu- og markaðsstjóri Ernis með að flugvélin nýja komi til landsins eftir um tvær vikur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka