Slitnaði vegna lífeyrismála

Reynt var að ná samstöðu um samræmdar hækkanir.
Reynt var að ná samstöðu um samræmdar hækkanir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ágreiningur um lífeyrismál varð til þess að í nýliðinni viku slitnaði upp úr viðræðum Salek-hópsins um viðbrögð við bráðavanda vegna ólíkra launahækkana hópa á vinnumarkaði og bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga.

Vonir standa þó til að takast muni að hefja umræður á þeim vettvangi á ný fyrr en síðar, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Hópurinn, sem samanstóð af fulltrúum ASÍ, BSRB, BHM, KÍ, SA, ríkisins og sveitarfélaga, hafði m.a. útfært hugmynd, til að tryggja öllum hópum á vinnumarkaði sambærilega launaþróun, um að allir viðsemjendur skuldbyndu sig til að sjá til þess að launakostnaðarhækkanir, sem samið er um hjá hverjum hópi um sig, að lífeyrisframlögum meðtöldum, yrðu sambærilegar hjá öllum hópunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert