Óþolandi „bankaskítafýla í loftinu“

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var ómyrkur í máli þegar hann ræddi um spillingu í íslensku samfélagi. Hann gerði m.a. sölu Arion banka á hlutum í Símanum að umtalsefni. Verið væri að færa fámennum hópi hundruð milljóna á silfurfati. „Það er svona bankaskítafýla í loftinu.“

Þetta sagði Ásmundur í umræðum undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag.

Hann sagði mikla reiði ríkja samfélaginu yfir mismunun sem æddi hér uppi. „Við höfum horft upp á yfirstjórn Arion banka færa fámennum hópi, klíku viðskiptavina, hundruð milljóna á silfurfati,“ sagði þingmaðurinn.

Ásmundur sagið ennfremur að hann væri sannfærður um að spillingin í þjóðfélaginu ætti ekki rætur í þinginu.

„En spillingin virðist eiga rætur sínar í bönkunum og þar virðist mismunun eiga sér stað nær daglega. Það er óþolandi að slík mismunun skuli ganga í okkar litla samfélagi. Það er algerlega óþolandi,“ sagði hann.

„Það er fnykur í loftinu. Það er svona bankaskítafýla í loftinu sem er algerlega óþolandi. Ég hef algeran viðbjóð á allri þeirri mismunun sem á sér hérna stað. Fangelsi landsins eru hálffull af bankamönnum nú þegar og það er örugglega pláss fyrir fleiri ef þeir ætla að halda áfram að haga sér svona í þessu þjóðfélagi. Fólkið fordæmir þetta og ég geri það líka.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert