„Sitt sýnist hverjum þegar kemur að pólitískri spillingu,“ segir Bryjnar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni um ásakanir í garð Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um meinta spillingu.
„Sumum finnst það pólitísk spilling þegar ráðherra leyfir íslensku fyrirtæki að kynna starfsemi sína í tengslum við heimsókn hans til Kína þar sem forsvarsmaður þess tengist öðru félagi sem leigir ráðherranum íbúð. Skiptir þá engu hvort ráðherrann hafi farið eftir reglum um hagsmunaskráningu og fylgt venjum í slíkum heimsóknum,“ segir Brynjar. Sömu einstaklingar sjái ekkert athugavert við að stjórn Reykjavíkurborgar gefi lóðir að verðmæti mörg hundruð milljóna króna án heimildar í lögum.
„Einhverjir gætu með góðum rökum sagt þetta vera pólitíska spillingu af verstu gerð. Hvað sem því líður getum við allavega verið sammála um að "spilling" ráðherrans geti komið landi og þjóð vel en "spilling" ráðamanna í borginni er bara til tjóns.“