Um 300 lögreglumenn gengu fylktu liði niður Bankastrætið í dag og áleiðis á Austurvöll þar sem þeir sameinuðust félögum SFR og SLFÍ á samstöðufundi fyrir framan Alþingishúsið.
Ljósmyndari mbl.is, sem er á staðnum, segir að um sé að ræða lögreglumenn af Suðurlandi, Vesturlandi og Suðurnesjum auk lögreglumanna frá höfuðborgarsvæðinu.
Um er að ræða tæplega helming lögreglumanna á landinu.
Á vef Landssambands lögreglumanna er stutt tilkynning sem greinir frá fundinum en þar kemur eftirfarandi fram:
„Krafan er skýr! Sambærilegar kjarabætur fyrir alla ríkisstarfsmenn.“