Má markaðsetja skordýr sem mat?

Namm?
Namm?

Sífellt fleiri Evrópubúum þykir lystugt að leggja sér skordýr til munns. Sama gildir um íbúa annarra vestrænna ríkja þar sem ekki er hefð fyrir neyslu skordýra. Þessa staðreynd gerir Matvælastofnun að umræðuefni í nýrri frétt á heimasíðu sinni þar semvikið er að reglum um markaðsetningu á skordýrum sem matvælum.

Markaðssetning skordýra er háð ströngum skilyrðum í Evrópusambandinu og flokkast þau sem nýfæði. Skilgreiningin á nýfæði eru matvæli sem ekki voru hefðbundin neysluvara í ríkjum Evrópusambandsins fyrir 15. maí 1997 þegar reglugerð nr. 258/97 um nýfæði tók gildi,“ segir í frétt Matvælastofnunnar. 

Segir að engir tæmandi listar séu til um hvað flokkast yfir nýfæði og því þurfi að meta hverja matvöru fyrir sig og kanna hvort hún hafi verið á markaði í einhverju landi ESB fyrir 1997. Eru stevíu plantan, chia fræ og hindberja ketónar nefnd sem dæmi um nýfæði á íslenskum markaði. 

„Öll markaðssetning á nýfæði er háð leyfi frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Ný matvæli þurfa að standast áhættumat sem miðar fyrst og fremst að því að finna út hvort neysla matvælanna sé örugg neytandanum. Þrátt fyrir að neysla skordýra sé vel þekkt í öðrum heimshlutum en Evrópu þá eru fáar rannsóknir til sem sýna fram á öryggi skordýranna sem matvæli t.d. hvað varðar örverur og efnainnihald s.s. ofnæmisvalda. Þar sem ekki hefur verið sótt um, og þar af leiðandi ekki gefið út neitt leyfi fyrir skordýrum sem nýfæði, þá er innflutningur, sala, markaðssetning og ræktun skordýra til matvælaframleiðslu bannaður í flestum ríkjum ESB,“ segir í fréttinni.

Ísland hefur enn ekki innleitt reglugerð Evrópusambandsins og því eru engar sérstakar reglur um nýfæði í gildi á Íslandi að því er fram kemur í frétt Matvælastofnunnar. Þrátt fyrir það þurfa skordýr og annað nýfæði sem ætlað er sem matvæli, að uppfylla skilyrði matvælalaga og gildandi reglugerða á sama hátt og önnur almenn matvæli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert