Má markaðsetja skordýr sem mat?

Namm?
Namm?

Sí­fellt fleiri Evr­ópu­bú­um þykir lyst­ugt að leggja sér skor­dýr til munns. Sama gild­ir um íbúa annarra vest­rænna ríkja þar sem ekki er hefð fyr­ir neyslu skor­dýra. Þessa staðreynd ger­ir Mat­væla­stofn­un að umræðuefni í nýrri frétt á heimasíðu sinni þar sem­vikið er að regl­um um markaðsetn­ingu á skor­dýr­um sem mat­væl­um.

Markaðssetn­ing skor­dýra er háð ströng­um skil­yrðum í Evr­ópu­sam­band­inu og flokk­ast þau sem nýfæði. Skil­grein­ing­in á nýfæði eru mat­væli sem ekki voru hefðbund­in neyslu­vara í ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins fyr­ir 15. maí 1997 þegar reglu­gerð nr. 258/​97 um nýfæði tók gildi,“ seg­ir í frétt Mat­væla­stofn­unn­ar. 

Seg­ir að eng­ir tæm­andi list­ar séu til um hvað flokk­ast yfir nýfæði og því þurfi að meta hverja mat­vöru fyr­ir sig og kanna hvort hún hafi verið á markaði í ein­hverju landi ESB fyr­ir 1997. Eru stevíu plant­an, chia fræ og hind­berja ketón­ar nefnd sem dæmi um nýfæði á ís­lensk­um markaði. 

„Öll markaðssetn­ing á nýfæði er háð leyfi frá fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins. Ný mat­væli þurfa að stand­ast áhættumat sem miðar fyrst og fremst að því að finna út hvort neysla mat­væl­anna sé ör­ugg neyt­and­an­um. Þrátt fyr­ir að neysla skor­dýra sé vel þekkt í öðrum heims­hlut­um en Evr­ópu þá eru fáar rann­sókn­ir til sem sýna fram á ör­yggi skor­dýr­anna sem mat­væli t.d. hvað varðar ör­ver­ur og efnainni­hald s.s. of­næm­is­valda. Þar sem ekki hef­ur verið sótt um, og þar af leiðandi ekki gefið út neitt leyfi fyr­ir skor­dýr­um sem nýfæði, þá er inn­flutn­ing­ur, sala, markaðssetn­ing og rækt­un skor­dýra til mat­væla­fram­leiðslu bannaður í flest­um ríkj­um ESB,“ seg­ir í frétt­inni.

Ísland hef­ur enn ekki inn­leitt reglu­gerð Evr­ópu­sam­bands­ins og því eru eng­ar sér­stak­ar regl­ur um nýfæði í gildi á Íslandi að því er fram kem­ur í frétt Mat­væla­stofn­unn­ar. Þrátt fyr­ir það þurfa skor­dýr og annað nýfæði sem ætlað er sem mat­væli, að upp­fylla skil­yrði mat­væla­laga og gild­andi reglu­gerða á sama hátt og önn­ur al­menn mat­væli.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert