„Menn hafa áhyggjur af þessari samþjöppun sem hefur orðið og finnst hafa orðið dálítið mikil skil á milli þeirra sem eru með útgerð og þeirra sem eru í útgerð með vinnslu.“
Þetta segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, um eitt af meginmálum aðalfundar sambandsins sem hófst í gær.
Smábátaeigendur eru hóflega bjartsýnir á framtíðina en segja að pottur sé víða brotinn þegar kemur að málefnum er þá snerta. Á fundinum var því einnig ræddur afsláttur af veiðigjaldinu fyrir þær útgerðir sem eru ekki einnig með fiskvinnslu. „Það hafa verið erfiðleikar hjá þeim en hins vegar góður hagnaður hjá þeim útgerðum sem eru með vinnsluna líka,“ segir Örn í Morgunblaðinu í dag.