Það var frábær stemning á Hrafnistu-heimilinu í Hafnarfirði í dag þegar hið vikulega dansiball fór fram en það var bleikt yfirbragð á því þar sem bleiki dagurinn er í dag. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, var á staðnum og steig nokkur spor af talsverðri list.
Hildigunnur Sigvaldadóttir sem er einn heimilismanna dansaði við ráðherrann en hún er móðursystir Kristjáns Þórs. Hún segir að alltaf liggi vel á fólki á föstudögum þegar dansskórnir séu teknir fram og að fólk komi víða að til að taka þátt.
mbl.is var á Hrafnistu í dag.