Ketillinn hefur stækkað

Totan sem myndaðist suður úr Eystri Skaftárkatli sést greinilega á …
Totan sem myndaðist suður úr Eystri Skaftárkatli sést greinilega á ratsjármynd sem tekin var úr gervihnetti. Totan þykir benda til að breyting hafi orðið á jarðhitasvæðinu undir jöklinum og ketillinn stækkað. SENTILEL-1 ESA/Eldfjallafræði- og jarðvárhópur Jarðvísindastofnunar HÍ

Áberandi lægð sést á yfirborði Vatnajökuls suður úr Eystri Skaftárkatli. Talið er að aukinnar jarðhitavirkni gæti þar og að jarðhitasvæðið hafi teygt sig á nýjan stað undir jöklinum.

Vatnið safnaðist fyrir í Eystri Skaftárkatli á lengri tíma en venjulega. Yfirleitt höfðu liðið um þrjú ár á milli hlaupa en nú voru þau fimm. Ekki er vitað hvað olli því að hlaupið kom ekki fyrr en nú.

Talið er að umfang Skaftárhlaupsins hafi verið 400-500 gígalítrar (400-500 milljónir rúmmetra). Það samsvarar um fjórðungi af vatnsmagninu í Hálslóni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert