Enn nokkur bið í vöfflurnar

Samninganefndir SFR, SLFÍ og Landsambands lögreglumanna.
Samninganefndir SFR, SLFÍ og Landsambands lögreglumanna. mbl.is/Golli

Enn er setið við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara í kjaraviðræðum SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna við samninganefnd ríkisins. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir samningaviðræður þokast nokkuð. Honum þykir líklegt að aftur verði fundað á morgun.

„Samninganefndin svaraði okkar hugmyndum og svo hafa menn setið nánast í hverjum hóp fyrir sig og farið yfir þeirra svör og reiknað út,“ segir Árni.

„Þetta er aðeins meira en bara hugmyndafræði núna. Menn eru komnir upp úr hugmyndafræði og farnir að búa til einhver dæmi um hvernig þetta geti passað inn í hugmyndafræðina.“

Árni segir þó enn nokkra bið í vöfflurnar og að nokkuð ljóst sé að af verkföllum mánu- og þriðjudags verði. 

„Þetta er það flókið svo ég er hræddur um að verkfallið standi. En staðan er þannig núna að það er ágætur gangur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka