Francois Hollande Frakklandsforseti kom hingað til lands um hádegi í gær og hélt aftur af landi brott í nótt. Dagskrá forsetans var þétt á þessum stutta tíma en hann fór á Sólheimajökul með forsetahjónunum, í Hörpu þar sem hann hélt lykilræðu Arctic-Circle ráðstefnunnar, í móttöku í Höfða og loks í kvöldverð á Bessastöðum.
Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að þar hafi forsetinn fengið að bragða á dýrindis kræsingum. Í forrétt var borinn fram humar með salati, rauð- rófukáli og kirsuberjatómötum. Langa og bleikja með gulrótum, kerfli, sellerírót og rauðlauk í aðalrétt og að lokum var borin fram frönsk súkkulaðikaka ásamt íslenskum jarðarberjum og bláberjaskyri. Því má vona að forsetinn hafi verið bæði saddur og sæll þegar hann gekk um borð í einkaþotu sinni á Reykjavíkurflugvelli í nótt.