Vinnumiðlunin Eures á Íslandi hefur ákveðið að hætta í bili að kynna laus störf í Noregi fyrir Íslendingum.
Þóra Ágústsdóttir, verkefnastjóri hjá Eures, segir að vegna bættrar stöðu á íslenskum vinnumarkaði sé ekki lengur talin vera eftirspurn eftir slíkum kynningum.
Þóra segir þá fjármuni sem farið hafi í að bjóða Íslendingum norsk störf nú notaða til að reyna að fá erlent vinnuafl til Íslands, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.