Var Leifur heppni norskur?

Barack Obama Bandaríkjaforseti.
Barack Obama Bandaríkjaforseti. AFP

Tals­verða at­hygli vakti á dög­un­um að Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, skyldi gera að því skóna að Leif­ur heppni Ei­ríks­son hafi verið Norðmaður í yf­ir­lýs­ingu sinni á dög­un­um í til­efni af ár­leg­um degi sem til­einkaður er land­könnuðinum þar í landi 7. októ­ber. Leif­ur var fyrst­ur Evr­ópu­manna til þess að finna meg­in­land Am­er­íku í kring­um árið 1000.

Þannig sagði Obama meðal ann­ars í yf­ir­lýs­ing­unni: „Á degi Leifs Ei­ríks­son­ar heiðrum við hann sem mik­il­væg­an hluta af sam­eig­in­legri fortíð okk­ar með norsku þjóðinni og fögn­um þeirri hættu­legu en um leið ár­ang­urs­ríku ferð sem hann og áhöfn hans tóku sér fyr­ir hend­ur fyr­ir þúsund árum síðan. Fund­ur Leifs Ei­ríks­son­ar mark­ar upp­haf mik­il­vægs vin­skap­ar á milli Nor­egs og Banda­ríkj­anna ...“ En var Leif­ur norsk­ur? Var hann ekki ís­lensk­ur?

Sverr­ir Jak­obs­son sagn­fræðing­ur svaraði þess­ari spurn­ingu á Vís­inda­vef HÍ á sín­um tíma. Þar bend­ir hann á þó faðir Leifs, Ei­rík­ur rauði, hafi verið Norðmaður hafi Leif­ur verið fædd­ur á Íslandi enda ljóst að Ei­rík­ur kynnt­ist móður Leifs, sem var ís­lensk, eft­ir að hann flutt­ist til Íslands. Fátt bendi enn­frem­ur til ann­ars en að Leif­ur hafi al­ist upp hér á landi. Hann fór enn­frem­ur ekki til Nor­egs fyrr en sem full­orðinn maður þegar hann gekk á fund kon­ungs.

Kon­ung­ur fól Leifi að ger­ast kristni­boði og sigla til Græn­lands og kristna land­nám nor­rænna manna þar sem Ei­rík­ur faðir hans hafði haft for­ystu um. Leif­ur tók það verk­efni að sér en á leiðinni hrakt­ist hann og skip­verj­ar hans af leið og fundu í kjöl­farið meg­in­land Am­er­íku. Eft­ir að hafa dval­ist þar um tíma héldu þeir áfram til Græn­lands. Hafa má í huga í þessu sam­bandi að á þess­um tíma var Ísland sjálf­stætt þjóðveldi og ekki hluti af norska kon­ungs­rík­inu. Íslend­ing­ar voru því ekki þegn­ar Nor­egs­kon­ungs.

Hvort Leif­ur hafi sjálf­ur litið á sig sem Íslend­ing er erfiðara að segja og í raun ekk­ert hægt að full­yrða um að mati Sverr­is. Hins veg­ar sé ljóst að í Íslend­inga­sög­un­um megi finna dæmi þess að fólk hafi verið skil­greint sem ís­lenskt að minnsta kosti á þeim tíma þegar þær voru ritaðar. Í öllu falli ligg­ur fyr­ir ef marka má Íslend­inga­sög­urn­ar að Leif­ur var að öll­um lík­ind­um fædd­ur á Íslandi og ólst þar upp.

Stytta Leifs Eiríkssonar Skólavörðuholti.
Stytta Leifs Ei­ríks­son­ar Skóla­vörðuholti. mbl.is/​Sverr­ir Vil­helms­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert