Verkföll hefjast á miðnætti

mbl.is/Eva Björk

Þrátt fyrir að þokast hafi í rétta átt um helgina í kjaraviðræðum SFR, sjúkraliða og lögreglumanna við ríkið í húsakynnum ríkissáttasemjara er enn langt í land í að niðurstaða sé í sjónmáli. Nýr fundur hefur verið boðaður klukkan 13:15 á morgun.

Verkfall meðal allra félagsmanna SFR og sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu hefst því á miðnætti og nær fram á miðnætti 20. október. Verkfallið tekur til 158 stofnanna og yfir 2.500 félagsmanna SFR auk félagsmanna Sjúkraliðafélags Íslands sem eru 1.100 talsins. Verkfallanna mun meðal annars gæta á Landspítalanum og á heilsugæslustöðvum. Sömuleiðis í landamæragæslu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og í Háskóla Íslands. Þá munu Vínbúðir ÁTVR verða lokaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert