Leituðu fram í myrkur án árangurs

Hörður Björnsson
Hörður Björnsson

Björg­un­ar­sveit­ir og aðrir sem koma að leit­inni að Herði Björns­syni funda nú og vega og meta stöðuna en hans hefur verið leitað síðan á miðvikudaginn. Guðbrand­ur Örn Arn­ar­son, sem stjórn­ar aðgerðum Lands­bjarg­ar, segir að leitað hafi verið fram í myrkur í gær án árangurs.

Tugir björgunarsveitarmanna tóku þátt í víðtækri leit að Herði um helgina, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. „Það er verið að skoða alla mögulega staði,“ segir Guðbrandur í samtali við mbl.is. Leitaraðilar hafa hvatt fólk til þess að skoða nærum­hverfi sitt og láta lög­reglu vita ef það tel­ur sig hafa séð til Harðar. Fólk á Suðurlandi hefur sérstaklega verið hvatt til þess að hafa aug­un opin og leita í úti­hús­um og öðrum bygg­ing­um þar sem hann gæti mögu­lega hafa leitað skjóls. 

Fyrri frétt mbl.is: Funda um framhald leitar að Herði

Hörður er 188 cm á hæð, grann­ur og með hvítt sítt hár og rautt skegg. Hann sást síðast á Laug­ar­ás­vegi í Reykja­vík aðfar­anótt miðviku­dags­ins. Al­menn­ing­ur er beðinn að at­huga sitt nán­asta um­hverfi.

Þeir sem geta gefið upp­lýs­ing­ar um ferðir Harðar eru beðnir að hafa sam­band við lög­reglu í síma 444 1000.

Hörður Björnsson.
Hörður Björnsson.
Hörður Björnsson
Hörður Björnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert