Bjóða flóttafólk velkomið

Frá Hönd í hönd, meðmælagöngu á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar 1. mars …
Frá Hönd í hönd, meðmælagöngu á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar 1. mars sl. Laugarneskirkja

Boðað hef­ur verið til meðmæla­göngu und­ir heit­inu „Verið vel­kom­in!“ í Laug­ar­nes­hverfi á fimmtu­dags­kvöld til þess að styðja mót­töku flótta­fólks á Íslandi og bjóða það vel­komið til lands­ins. Til göng­unn­ar boða Breyt­end­ur á adrenalíni, æsku­lýðshóp­ur í Laug­ar­nes­kirkju sem hef­ur það að mark­miði að beita sér fyr­ir mann­rétt­ind­um.

Lagt verður af stað frá Frú Laugu við Lauga­læk kl. 19:30. Þaðan ligg­ur leiðin í gegn­um hverfið og að Laug­ar­nes­kirkju þar sem haldn­ir verða stutt­ir tón­leik­ar og ungt fólk mun kveða sér til hljóðs. Meðal þeirra er Laura Telati, nem­andi í Lauga­lækj­ar­skóla og heil­is­leit­andi frá Alban­íu.

Synj­un kveikti í hópn­um

Ný­lega synjaði Útlend­inga­stofn­un um­sókn fjöl­skyldu Lauru um hæli á Íslandi. Hjalti Jón Sverris­son, verk­efna­stjóri æsku­lýðsmá­la í Laug­ar­nes­kirkju, seg­ir viðbrögð hóps­ins ekki hafa staðið á sér eft­ir það. „Þenn­an dag fóru all­ir á Face­book og vildu breyt­ing­ar. Fyrst Útlend­inga­stofn­un tel­ur sig fara að lög­um þá þarf ein­fald­lega að breyta lög­un­um. Þetta at­vik var eins og sand­kornið sem fyllti mæl­inn og þau vilja sýna með þessu sam­hug sinn með flótta­fólki, en fyrst og fremst vilja krakk­arn­ir beita sér fyr­ir breytt­um áhersl­um í sam­fé­lag­inu.“

Hjalti seg­ir hóp­inn beita sér fyr­ir því að gera heim­inn að betri stað með hverju því litla sem þau hafi úr að moða. Áhersl­an sé oft á nærum­hverfið og hóp­ur­inn hef­ur til dæm­is áður farið í meðmæla­göngu í nafni trúfrels­is í vet­ur og skreytt hverfið með lit­rík­um, árituðum stein­um með hvetj­andi skila­boðum.

„Breyt­end­ur á adrenalíni er í raun þver­trú­ar­leg mann­rétt­inda­hreyf­ing sem sam­an­stend­ur af krökk­um í 9. bekk og eldri og það sem er sér­stakt við þenn­an hóp að inn­an hans fer ekki fram nein boðun í bæn en við ræðum og lát­um okk­ur varða trú­ar­brögð al­mennt og fjöll­um um þau mál sem tengj­ast því að vera mann­eskja í þess­um heimi og allt sem því fylg­ir,“ seg­ir Hjalti.

Face­book síða göng­unn­ar

Frá Hönd í hönd, meðmælagöngu á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar 1. mars …
Frá Hönd í hönd, meðmæla­göngu á æsku­lýðsdegi Þjóðkirkj­unn­ar 1. mars sl. Laug­ar­nes­kirkja
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert