Fá ekki sprautur vegna verkfalls

Undanþágur vegna sprautunála hafa ekki fengist samþykktar.
Undanþágur vegna sprautunála hafa ekki fengist samþykktar. AFP

Nokkuð ber á því að mat­ur og aðrar nauðsynja­vör­ur fá­ist ekki tollaf­greidd­ar vegna verk­falls SFR. Inn­flytj­end­ur heil­brigðis­vara á borð við sprautu­nál­ar og spraut­ur, sem notaðar eru á sjúkra­hús­um, hafa sótt um und­anþágur til und­anþágu­nefnd­ar SFR, en þær hafa enn ekki feng­ist af­greidd­ar.

Í frétt á vef Fé­lags at­vinnu­rek­enda seg­ir að toll­stjóri hafi gefið það út áður til verk­falls kom að það myndi ekki hafa áhrif á tollaf­greiðslu skipa og flug­véla en annað virðist nú hafa komið á dag­inn. 

„Fé­lagi at­vinnu­rek­enda er kunn­ugt um að farm­skrár frá flutn­inga­fé­lög­um les­ist í mörg­um til­vik­um ekki sjálf­krafa ra­f­rænt inn í kerfi Toll­stjóra. Eng­inn sinn­ir slík­um uppá­kom­um í verk­fall­inu og fást þá viðkom­andi vör­ur ekki tollaf­greidd­ar. Enn­frem­ur kem­ur í ljós að svo­kallaðar safn­send­ing­ar, sem flutn­inga­fyr­ir­tæki flytja inn í eig­in nafni fyr­ir nokkra viðskipta­vini, stoppa í toll­in­um vegna þess að ekki er hægt að skipta þeim upp þannig að hver inn­flytj­andi fyr­ir sig geti leyst út sín­ar vör­ur,“ seg­ir í frétt­inni. 

Inn­flytj­end­ur heil­brigðis­vara á borð við sprautu­nál­ar og spraut­ur, sem notaðar eru á sjúkra­hús­um, hafi sótt um und­anþágur til und­anþágu­nefnd­ar SFR, en þær hafa enn ekki feng­ist af­greidd­ar. Þá seg­ir einnig að Land­spít­al­inn sé í brýnni þörf fyr­ir að vör­urn­ar fá­ist af­hent­ar og þeir sem flytja inn vör­ur kvarti und­an því að ferli und­anþágu­beiðna sé óskýrt, ólíkt því sem gerðist í verk­falli BHM-fé­laga hjá Mat­væla­stofn­un fyrr á ár­inu.

„Þá hef­ur tíma­bundið verk­fall SFR-fólks hjá Mat­væla­stofn­un haft áhrif; þurr­mjólk fyr­ir unga­börn fékkst til dæm­is ekki tollaf­greidd vegna þess að starfsmaður sem skrif­ar upp á heil­brigðis­vott­orð fyr­ir vör­una er í verk­falli,“ seg­ir í frétt­inni. 

„Þetta er í annað sinn á skömm­um tíma sem al­var­leg­ar trufl­an­ir verða á inn­flutn­ingi vegna verk­falls op­in­berra starfs­manna. Því miður stefn­ir í skort á ýms­um nauðsynja­vör­um drag­ist verk­fallið á lang­inn,“ er haft eft­ir Ólafi Stephen­sen, fram­kvæmda­stjóri FA, í frétt­inni. 

„Eins og í verk­falli BHM bein­um við þeim til­mæl­um til for­stöðumanna og stjórn­enda rík­is­stofn­ana, sem ekki eru í verk­falli, að þeir sinni skyld­um sín­um og tak­marki það tjón sem af verk­fall­inu leiðir. Þeir hafa heim­ild til að ganga í störf und­ir­manna sam­kvæmt skýr­um for­dæm­um í ís­lensk­um vinnu­rétti og geta þannig bjargað verðmæt­um og af­stýrt fjár­hagstjóni um­fram það sem óumflýj­an­lega fylg­ir verk­falli.“

Undanþágur vegna sprautunála hafa ekki fengist samþykktar.
Und­anþágur vegna sprautu­nála hafa ekki feng­ist samþykkt­ar. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert