Sameining kemur til álita

Til greina kemur að sameina Íslandsbanka Landsbankanum.
Til greina kemur að sameina Íslandsbanka Landsbankanum.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það koma til álita að sameina Íslandsbanka og Landsbanka, komi til þess að tillaga kröfuhafa Glitnis þess efnis að íslenska ríkið eignist Íslandsbanka að öllu leyti, nái fram að ganga.

Hann bendir þó á að líta þurfi til annarra sjónarmiða sem meðal annars tengjast samkeppni og samþjöppun á markaði. Allt bendir nú til þess að ef nauðasamningur slitabús Glitnis fáist staðfestur fyrir dómstólum fyrir áramót muni 95% hlutafjár í Íslandsbanka færast á hendur ríkisins sem nú þegar á 5% í bankanum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kom í ljós fyrir nokkru að þær tillögur sem lagðar höfðu verið fram í júní síðastliðnum af hálfu kröfuhafa, stóðust ekki þær kröfur sem Seðlabankinn gerir til nauðasamninga slitabúa viðskiptabankanna hvað varðar áhrif þeirra á fjármálalegan og efnahagslegan stöðugleika.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert