Ekki búist við átökum

Ólöf Nordal innanríkisráðherra býður sig fram sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins á …
Ólöf Nordal innanríkisráðherra býður sig fram sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst á morgun og stendur til sunnudags. Búist er við á milli 1.100 og 1.200 fulltrúum til fundarins.

Samkvæmt samtölum við landsfundarfulltrúa virðast fæstir eiga von á að um átakafund verði að ræða, en þó búast menn við pólitískum skylmingum að venju, t.d. um skattamál, gjaldmiðilsmál og Evrópusambandið.

Ólöfu Nordal er spáð góðri kosningu í varaformannsembættið. Sömuleiðis er Bjarna Benediktssyni spáð góðu formannskjöri, af því er fram kemur í fréttaskýringu um fundinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert