Ekki landsfundur deilna og átaka

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins Ómar Óskarsson

Lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins verður hald­inn nú um helg­ina. Fund­ur­inn hefst á morg­un, föstu­dag­inn 23. októ­ber, kl. 10 og lýk­ur á sunnu­dag kl. 16 með ávarpi for­manns og fund­arslit­um.

Lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur að jafnaði haf­ist síðdeg­is á fimmtu­dagi með setn­ing­ar­ræðu for­manns og hátíðardag­skrá, en nú hef­ur fund­ur­inn verið stytt­ur og Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, flyt­ur ræðu sína á morg­un kl. 16.30, en frá kl. 10 í fyrra­málið verða fund­ir mál­efna­nefnda og drög að stjórn­mála­álykt­un kynnt.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Þórðar Þór­ar­ins­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæðis­flokks­ins, er von á að 1.100 til 1.200 full­trú­ar mæti á lands­fund­inn, en liðlega 1.500 manns eiga rétt til fund­ar­setu.

„Það var einkum verið að taka til­lit til lands­fund­ar­full­trúa af lands­byggðinni, þegar ákveðið var að fund­ur­inn hæf­ist ekki fyrr en að föstu­dags­morgni,“ sagði Þórður í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Ekki mik­il eft­ir­vænt­ing

Ef má marka sam­töl við ákveðinn fjölda lands­fund­ar­full­trúa rík­ir ekki mik­il eft­ir­vænt­ing eða spenna vegna lands­fund­ar­ins og menn/​kon­ur virðast eiga erfitt með að gera sér grein fyr­ir því hvort ein­hver sér­stök átaka­mál komi upp á fund­in­um og þá hver þau verði.

„Mín til­finn­ing fyr­ir þess­um lands­fundi er sú að hann verði ekki fund­ur mik­illa átaka, sveiflna eða upp­gjörs á neinn hátt. Það verða að venju ein­hverj­ar póli­tísk­ar skylm­ing­ar um orðalag o.þ.h., en það kæmi mér á óvart ef um stór­átök yrði að ræða um ein­hver grund­vall­ar­stefnu­mál,“ seg­ir þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins.

„Ég á von á því að þetta verði frem­ur ró­leg­ur fund­ur og ég sé ekki að ein­hver stór átaka­mál verði í brenni­depli,“ seg­ir lands­fund­ar­full­trúi. Und­ir þessi orð taka flest­ir viðmæl­end­ur.

Ann­ar tel­ur að gera megi ráð fyr­ir átök­um um Evr­ópu­stefnu flokks­ins, þar sem ákveðinn hóp­ur full­trúa muni vilja kveða sterk­ar að orði í álykt­un um að hags­mun­um Íslands sé best borgið utan Evr­ópu­sam­bands­ins, en aðrir segja að ESB-mál­in séu kom­in út af borðinu. Þetta verði bara hluti af hefðbundn­um átök­um á lands­fundi.

Enn ann­ar seg­ir að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé í sér­stakri stöðu nú. „Hann er ann­ars veg­ar með mjög sterka stöðu á sveit­ar­stjórn­arstig­inu, fyr­ir utan Reykja­vík, en hins veg­ar með sögu­legt lág­mark í fylgistöl­um á landsvísu, sam­kvæmt skoðana­könn­un­um. Því er flokk­ur­inn í ákveðinni fylgiskrísu,“ seg­ir hann.

Viðmæl­end­ur benda á að hér séu mikl­ar and­stæður á ferð, því verk­efni Sjálf­stæðis­flokks­ins í rík­is­stjórn gangi vel, þótt fylgi flokks­ins sam­kvæmt skoðana­könn­un­um end­ur­spegli ekki þá staðreynd. Erfitt sé að trúa því að staðreynd­ir eins og halla­laus fjár­lög, auk­inn kaup­mátt­ur, efna­hags­leg­ur stöðug­leiki, sem geti að vísu verið brot­hætt­ur vegna óvissu á vinnu­markaði, skatta­lækk­an­ir og af­nám tolla og vöru­gjalda eigi ekki eft­ir að skila aft­ur um­tals­verðu fylgi og sjálf­stæðis­menn „skili sér heim á nýj­an leik“, eins og einn orðaði það.

„Ég held það gildi hið sama um Sjálf­stæðis­flokk­inn og aðra rót­gróna flokka, að þeir eru svo­lítið leit­andi, þeir eru að reyna að finna fjöl­ina sína og átta sig á því hvernig þeir eiga að spila úr þeim aðstæðum sem þeir eru í ein­mitt núna,“ seg­ir þingmaður flokks­ins.

Veik­ur og lit­laus þing­flokk­ur

Hann tek­ur und­ir orð ým­issa viðmæl­enda, sem hafa lýst í eyru blaðamanns þeirri skoðun sinni að þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins sé frem­ur veik­ur og lit­laus og hið sama eigi við um borg­ar­stjórn­ar­flokk Sjálf­stæðis­flokks­ins. „Nema þar eru veik­leik­arn­ir miklu meiri og lit­leysið al­gjört. Það er slá­andi hvað staða flokks­ins hef­ur versnað í Reykja­vík,“ seg­ir þingmaður­inn. Hann bæt­ir því við að þótt hann segi þetta um sinn eig­in þing­flokk, þá sé þetta ekki eitt­hvað sem þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins ræði op­in­ber­lega.

Helst er bent á að ein­hver átök geti orðið um stefnu flokks­ins í skatta- og pen­inga­mál­um. Mörg­um þyki hvergi nærri nóg hafa verið að gert í skatta­lækk­un­um, einkum lækk­un á tekju­skatti ein­stak­linga. Þó er bent á að ekki megi gleyma því að miðþrepið í tekju­skatti ein­stak­linga verði af­numið og neðra þrepið lækkað.

Telja stöðu for­manns­ins sterka

Í sam­töl­um við lands­fund­ar­full­trúa var það miklu frem­ur staða ein­stakra þing­manna, þing­flokks­ins, ráðherra flokks­ins og borg­ar­stjórn­ar­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins sem bar á góma, ekki mál­efn­in sjálf.

Flest­ir virðast sam­mála um að staða Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, sé sterk og sögðu ýms­ir viðmæl­end­ur að hann hefði vaxið mikið í starfi og bentu á þann ár­ang­ur sem hann hefði náð í stjórn efna­hags- og fjár­mála. Viðmæl­end­ur eiga von á því að Bjarni fái góðan stuðning í for­manns­kjöri.

„Ég held að mál­efna­leg staða flokks­ins sé nokkuð sterk og ég tel að grunn­gildi hans og stefna, frelsi ein­stak­lings­ins og auk­in áhrif hans, eigi sama er­indi við lands­menn og hún hef­ur átt í gegn­um tíðina,“ sagði þingmaður flokks­ins.

Hann viður­kenn­ir að staða flokks­ins sam­kvæmt skoðana­könn­un­um sé slök, en tel­ur að flokk­ur­inn eigi eft­ir að rétta úr kútn­um og end­ur­heimta fylgi fjölda sjálf­stæðismanna, ekki síst vegna þess ár­ang­urs sem náðst hafi á skömm­um tíma.

Til dæm­is hefðu fáir trúað því fyr­ir­fram að á þessu kjör­tíma­bili tæk­ist að af­nema tolla og vöru­gjöld, þannig að ein­ung­is yrðu áfram toll­ar á mat­væl­um sem væru í sam­keppni við inn­lenda land­búnaðarfram­leiðslu. Það eitt væri góður ár­ang­ur.

Segja stöðu Hönnu Birnu veika

Viðmæl­end­um varð tíðrætt um stöðu frá­far­andi vara­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur. Flest­ir virðast þeirr­ar skoðunar að henn­ar póli­tíska lífi sé að ljúka og staða henn­ar í flokkn­um og þing­flokkn­um sögð mjög veik. Því er spáð að Hanna Birna noti næsta ár til þess að gera það upp við sig hvort hún hef­ur áhuga á að taka þátt í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins fyr­ir næstu alþing­is­kosn­ing­ar.

Full­yrt er af ákveðnum viðmæl­end­um að Hanna Birna geri sér ljósa grein fyr­ir eig­in stöðu. Hún hafi reynt að fá ráðherra­embætti á nýj­an leik þegar hún kom úr fríi í vor, án ár­ang­urs. Hún hafi jafn­framt kannað sl. vet­ur hjá Gunn­ari Braga Sveins­syni ut­an­rík­is­ráðherra, hvort hún ætti kost á góðri stöðu í öðru landi, án ár­ang­urs. For­mennsk­an í ut­an­rík­is­mála­nefnd nú í sept­em­ber hafi því verið eins kon­ar tíma­bund­in dúsa handa Hönnu Birnu, á meðan hún tek­ur ákv­arðanir um hver henn­ar næstu skref verða.

Ekki hafi verið hægt að horfa fram­hjá því að hún sé vara­formaður flokks­ins og fyrsti þingmaður Reyk­vík­ur­kjör­dæm­is suður. Birg­ir Ármanns­son, 9. þingmaður Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is norður, sem var formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar og þótti standa sig með ágæt­um, hafi orðið að una því að for­mennsk­an færi til Hönnu Birnu.

„Það kem­ur ekk­ert á óvart að sjálf­stæðis­menn velti pól­tískri framtíð minni fyr­ir sér. Ég hef ít­rekað deilt því með mínu fólki í flokkn­um að reynsla liðinna ára hafi vakið hjá mér og mín­um spurn­ing­ar um hvort þetta sé minn framtíðarstaður. Það breyt­ir þó engu um það að stjórn­mál­in hafa alltaf verið mik­il ástríða hjá mér og mig lang­ar enn fátt meira en að berj­ast fyr­ir hug­sjón­um frels­is og tæki­færa. Það geri ég nú á hverj­um degi á Alþingi en hef enga ákvörðun tekið um það hvort ég muni gera það til fimm­tugs, sex­tugs eða jafn­vel sjö­tugs. Sú ákvörðun kem­ur síðar,“ sagði Hanna Birna þegar hún var spurð hvort hún væri á út­leið úr póli­tík.

Annað hljóð er í strokkn­um þegar kem­ur að umræðu um arf­taka Hönnu Birnu í inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu, Ólöfu Nor­dal. Mik­ill sam­hljóm­ur er í máli viðmæl­enda, sem telja hana hafa staðið sig vel sem inn­an­rík­is­ráðherra. Sömu­leiðis virðast menn sann­færðir um að hún fái góða kosn­ingu sem vara­formaður.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra gefur kost á sér í sæti varaformanns …
Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráðherra gef­ur kost á sér í sæti vara­for­manns á lands­fund­in­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Hanna Birna Kristjánsdóttir hættir sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum
Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir hætt­ir sem vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins á lands­fund­in­um Krist­inn Ingvars­son
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2013
Lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins 2013 Ómar Óskars­son
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2013
Lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins 2013 Ómar Óskars­son
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2013
Lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins 2013 Ómar Óskars­son
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2013
Lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins 2013 Ómar Óskars­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert