„Ísland er merkilegt land“

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingmaður Framsóknarflokksins bendir á það á Facebooksíðu sinni í dag að á sama tíma og spár geri ráð fyrir að flytja þurfi inn 5 þúsund störf á næstu fjórum árum sé lítil eftirspurn eftir þeim sem komnir eru yfir fimmtugs í störf hér á landi.

„Arion banki áætlar að flytja þurfi inn vinnuafl í um 5000 störf á næstu fjórum árum. Á sama tíma er lítil eftirspurn eftir þeim sem eru komnir yfir fimmtugt í störf hérlendis. Mörg dæmi eru um að fólk, komið á miðjan aldur, hafi sótt um tugi starfa en fá svör fengið. Ísland er merkilegt land,“ segir Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert