Smábátar skiluðu 23,1 milljarði

Smábátar í höfn á Djúpavogi.
Smábátar í höfn á Djúpavogi. mbl.is/Sigurður Bogi

Aflaverðmæti smábáta á nýliðnu fiskveiðiári nam 23,1 milljarði króna. Heildarafli þeirra var alls 80.717 tonn, en var 88.260 tonn árið á undan. Þar munar mestu um minni makrílafla og minni ýsukvóta.

Alls lönduðu 1.085 smábátar afla á fiskveiðiárinu 2014/2015 og voru 603 þeirra í krókaaflamarki, 140 í aflamark og 630 í strandveiðum, þar af 342 eingöngu á strandveiðum.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, í umfjöllun um ræðu Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda, á ársfundi sambandsins í síðustu viku. Alls lönduðu smábátaeigendur rúmlega 50 þúsund tonnum af þorski sem jafngildir 23,4% af því sem veitt var í íslenskri lögsögu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert