Andlát: Guðbjartur Hannesson

Guðbjartur Hannesson
Guðbjartur Hannesson mbl.is/Ómar Óskarsson

Guðbjart­ur Hann­es­son, alþing­ismaður og fyrr­ver­andi ráðherra, lést síðastliðna nótt á Heil­brigðis­stofn­un Vest­ur­lands á Akra­nesi, 65 ára að aldri. 

Guðbjart­ur var fædd­ur á Akra­nesi 3. júní árið 1950. For­eldr­ar hans voru Hann­es Þjóðbjörns­son verkamaður og Ólafía Rann­veig Jó­hann­es­dótt­ir. Guðbjart­ur lauk kenn­ara­prófi frá Kenn­ara­skóla Íslands árið 1971 og tóm­stunda­kenn­ara­prófi frá Semin­ariet for Fritidspædago­ger, Van­lø­se, Dan­mörku 1978. Hann stundaði síðan fram­halds­nám í skóla­stjórn við Kenn­ara­há­skóla Íslands 1992–1995 og lauk meist­ara­prófi frá Kenn­ara­skóla Lund­úna­há­skóla (Institu­te of Educati­on, Uni­versity of London) 2005.

Guðbjart­ur var alla tíð mik­ill skóla­maður og starfaði lengi að þeim mál­um. Hann var kenn­ari við Grunn­skóla Akra­ness 1971–1973 og 1979–1981 og við Peder Lykke Sko­len á Ama­ger í Kaup­manna­höfn 1978–1979. Guðbjart­ur var skóla­stjóri Grunda­skóla á Akra­nesi 1981–2007. Þá sat hann í ýms­um fram­kvæmda­nefnd­um um bygg­ingu Grunda­skóla og leik­skól­ans Garðasels 1981-2001. Hann sat í æsku­lýðsnefnd Akra­nes­bæj­ar 1982-1986 og var full­trúi skóla­stjóra í skóla­nefnd Akra­nes­bæj­ar 1981–2007.

Sveit­ar­stjórn­ar­mál voru Guðbjarti að sama skapi mjög hug­leik­in og sat hann í bæj­ar­stjórn Akra­ness 1986–1998. Hann sat enn frem­ur í bæj­ar­ráði 1986–1998 og var formaður þess 1986–1989 og 1995–1997. Hann var for­seti bæj­ar­stjórn­ar 1988–1989, 1994–1995 og 1997–1998. Þá gegndi hann fjölda annarra trúnaðarstarfa, meðal ann­ars á vett­vangi sveit­ar­stjórn­ar­mála.

Guðbjart­ur var alla tíð mik­ill Skagamaður og þótti einkar vænt um sína heima­byggð. hann var kjör­inn á Alþingi fyr­ir Sam­fylk­ing­una árið 2007. Hann var fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra og heil­brigðisráðherra 2. sept­em­ber 2010 til 31. des­em­ber 2010 og vel­ferðarráðherra frá 2011-2013. Þá var hann for­seti Alþing­is 2009 og sat í fjöl­mörg­um nefnd­um á veg­um þings­ins.

Eft­ir­lif­andi maki Guðbjarts er Sigrún Ásmunds­dótt­ir yf­iriðjuþjálfi. Dæt­ur þeirra eru Birna fædd 1978 og Hanna María fædd 1988.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert