Það er tákn um breytta tíma að bensínstöðvar séu farnar að líta í auknum mæli til hjólreiðafólks en á N1 bensínstöðinni í Fossvogi er nú búið að setja upp sérstaka hjólreiðastöð þar sem hjólreiðafólk getur nálgast ýmis tól sem nýtast í lagfæringar og viðhald á hjólum.
Hvort stjórnendur fyrirtækisins eru að bregðast við eftirspurn á markaði eða búa sig undir framtíðina skal ósagt látið en ljóst er að olíubirgðir jarðar munu á endanum klárast.
mbl.is kíkti á nýja hjólreiðastöð á N1 í Fossvogi í morgun.