Sóley Björk gegn Birni Vali

Sóley Björk Stefánsdóttir.
Sóley Björk Stefánsdóttir. Karl Eskill Pálsson/Vikudagur.is

Sóley Björk Stefánsdóttir tilkynnti í kvöld farmboð sitt til varaformanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Sitjandi varaformaður, Björn Valur Gíslason, býður sig einnig fram til embættisins.

Sóley Björk er oddviti flokksins á Akureyri. Hún er fædd árið 1973 á Akureyri og útskrifuð sem stúdent með margmiðlunarhönnun sem kjörsvið. Árið 2009 útskrifaðist hún svo sem fjölmiðlafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og með kennsluréttindi frá sama skóla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert