„Við erum aflögufær þjóð“

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á landsfundinum.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á landsfundinum. mbl.is/KHJ

Lands­fund­ur Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs hóst laust eft­ir klukk­an 16 í dag, en fund­ur­inn er hald­inn á Sel­fossi. Eft­ir setn­ingu fund­ar­ins voru meðal ann­ars starfs­menn hans kosn­ir í embætti og farið yfir skýrslu stjórn­ar.

Þegar Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, steig í pontu af­hjúpaði hún nýtt merki hreyf­ing­ar­inn­ar við mik­inn fögnuð viðstaddra. Að því loknu minnt­ust hún og aðrir fund­ar­menn Guðbjarts Hann­es­son­ar, alþing­is­manns og fyrr­ver­andi ráðherra, sem lést síðastliðna nótt. 

Í ræðu sinni kom Katrín víða við, en mál­efni flótta­fólks og nátt­úru voru for­mann­in­um hins veg­ar hug­leik­in. Vék Katrín meðal ann­ars að hinu svo­kallaða „góða fólki“ sem áber­andi hef­ur verið í þeirri umræðu er teng­ist mál­efn­um flótta­fólks. 

Núorðið eru fjöl­miðlahetj­ur, ekki síst til hægri, farn­ir að tala mikið um hið svo­kallaða „góða fólk“. Þessu hug­taki virðist, meðal sumra, ætlað að gera lítið úr hug­mynd­um um fé­lags­leg­an jöfnuð og rétt­læti og þeim sem fyr­ir því vilja berj­ast,“ sagði Katrín og hélt áfram:

„Þegar Íslend­ing­ar buðu sig unn­vörp­um fram til að taka á móti flótta­fólki með alls kyns fram­lög­um, ís­lensku­kennslu, gist­ingu og svo mætti lengi telja mátti heyra umræðuna vakna um „góða fólkið“ sem alltaf þætt­ist vera siðferðilega betra en aðrir,“ sagði Katrín.

Velti hún því næst upp þeirri spurn­ingu hvort „góða fólkið“ væri ekki bara að reyna að taka þátt í mannúðlegu sam­fé­lagi í mannúðleg­um heimi. Sagði Katrín mannúð snú­ast um að reyna að breyta rétt. Er því mik­il­vægt, að henn­ar mati, að láta mál­efni flótta­fólks sig varða. 

„Þegar við samþykkj­um að verja tveim­ur millj­örðum í að styðja við flótta­menn þá eig­um við ekki að senda öðru fólki, öðrum fjöl­skyld­um, bréf og segja þeim að það sé ekki vel­komið,“ sagði Katrín og bætti við að áskor­an­ir dags­ins væru mikl­ar og krefj­andi.

„Tug­ir millj­óna manna streyma í okk­ar heims­álfu frá stríðshrjáðum svæðum. Ég ætla ekki að láta eins og úr­lausn­ar­efnið sé ein­falt, það er það ekki. En regl­urn­ar okk­ar eru mann­anna verk. Og við verðum að hafa hug­rekki til að breyta þess­um regl­um í sam­ræmi við breytt­an veru­leika. Við erum af­lögu­fær þjóð og við verðum að sýna það í verki. Ekki af því að við þykj­umst vera góð held­ur af því að það er rétt. Og við eig­um ekki að láta ótt­ann við hið ókunna stjórna okk­ur í þeim efn­um.“

Afhjúpað var nýtt merki Vinstri grænna á fundinum.
Af­hjúpað var nýtt merki Vinstri grænna á fund­in­um. mbl.is/​Guðmund­ur Karl
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert