Guðlaugur Þór stígur til hliðar

Áslaug Arna á landsfundi.
Áslaug Arna á landsfundi. Mynd af Twitter-síðu ungra sjálfstæðismanna.

„Ég er bara orðlaus, svona væg­ast sagt,“ seg­ir Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir í sam­tali við mbl.is, eft­ir að Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, mót­fram­bjóðandi henn­ar til embætt­is rit­ara Sjálf­stæðis­flokks­ins og sitj­andi rit­ari, ákvað að draga fram­boð sitt til baka.

„Þetta var ekki það sem ég bjóst við þegar ég tók þessa ákvörðun í há­deg­inu í dag, eft­ir að ungt fólk hafði staðið sig ótrú­lega vel hér á lands­fund­in­um. Við get­um ekki verið að kvarta und­an flokkn­um og að það sé ekk­ert ungt fólk í hon­um ef við gef­um ekki kost á okk­ur sjálf.“

Áslaug er 24 ára laga­nemi við Há­skóla Íslands en áður hef­ur hún gegnt embætti for­manns Heimdall­ar, fé­lags ungra Sjálf­stæðismanna í Reykja­vík.

„Ég vil að ungt fólk sjái að það er hægt að hafa áhrif og breyta stjórn­mál­un­um. Flokk­arn­ir eru að fá lítið fylgi og það er skilj­an­legt, þeir eru ekki að höfða til ungs fólks. Það á við um flesta flokka, að minnsta kosti fjór­flokk­ana. Ég tók mið af þessu þegar ég tók þessa skyndi­ákvörðun. Þetta er liður í því að ungt fólk taki skrefið fram og breyti hlut­un­um. Ég vildi þannig at­huga hvort að flokk­ur­inn væri op­inn fyr­ir því eða hvort hann liti á okk­ur sem ein­tómt skraut.“

Þá seg­ist hún hafa mik­inn áhuga á innra starfi flokks­ins. „Það er það sem starf rit­ara geng­ur að vissu leyti út á, að efla flokk­inn inn­an frá og bæta ímynd hans út á við.“

Hún seg­ir þá spurn­ingu hafa vaknað, hvenær ung­ir Sjálf­stæðis­menn fái að vera fyr­ir al­vöru í Sjálf­stæðis­flokkn­um. „Við höf­um ein­hvern veg­inn verið unga fólkið sem stend­ur utan við þetta allt sam­an og erum oft á tíðum svo­lítið skraut. Það var hug­mynd­in, að sjá hvort flokk­ur­inn vildi sjá svona unga mann­eskju í for­ystu­sveit­inni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert