Enginn bauð sig fram gegn Bjarna

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eng­inn lýsti yfir fram­boði gegn Bjarna Bene­dikts­syni, til embætt­is for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins. Bjarni hef­ur verið formaður flokks­ins frá ár­inu 2009 og í fram­boðsræðunni vísaði hann til setn­ing­ar­ræðu sinn­ar í gær og sagðist í raun flytja sína fram­boðsræðu á hverj­um degi.

Hann sagðist að sjálf­sögðu sækj­ast eft­ir stuðningi lands­fund­ar­ins til þess að halda góðu starfi áfram. „Á marg­an hátt finnst mér að við höf­um náð meiri ár­angri á skemmri tíma en ég bjóst við,“ sagði Bjarni.

„En það er mikið verk óunnið og við þurf­um að ná eyr­um kjós­enda bet­ur,“ sagði hann og bætti við að virkja þyrfti allt það góða fólk sem væri sam­an­komið á lands­fund­in­um.

Fund­ar­gest­ir stóðu upp og fögnuðu Bjarna ákaft að lok­inni ræðu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert