Halda Landspítala við Hringbraut

Landspítali háskólasjúkrahús við Hringbraut.
Landspítali háskólasjúkrahús við Hringbraut. mbl.is/Ómar Óskarsson

Heit­ar umræður um staðsetn­ingu Land­spít­al­ans voru á lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins í dag en kveikj­an var breyt­ing­ar­til­laga er kvað á um að orðin „við Hring­braut“ yrði fellt út úr álykt­un vel­ferðar­nefnd­ar um áfram­hald­andi upp­bygg­ingu spít­al­ans.

Með tölu­verðum meiri­hluta var til­lag­an felld og verður því áfram miðað við nú­ver­andi staðsetn­ingu í álykt­un­ar­drög­um.

Elín Hirst, þingmaður flokks­ins, sagðist m.a. hafa það Páli Matth­ías­syni, for­stjóra Land­spít­al­ans, að stór­auk­inn kostnaður og taf­ir myndu fylgja nýju staðar­vali. Aðrir sem tóku til máls töldu hins veg­ar að sparnaður gæti hlot­ist af þessu og að starf­sem­in þyrfti ekki að vera í miðbæn­um. 

Margoft farið í gegn­um þetta

Björn Zoega, fyrr­um for­stjóri Land­spít­al­ans, tók til máls og ít­rekaði þörf­ina á stækk­un. „Fyr­ir hvert ár sem við bíðum erum við að tapa mikl­um pen­ing­um,“ sagði hann og bætti við að margoft væri búið að fara í gegn­um þessi staðsetn­ing­ar­mál. „Það er búið að reikna þetta og skoða þetta,“ sagði hann og bætti við að halda ætti áfram á sömu braut.

„Við þurf­um að byrja að byggja,“ sagði Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, þingmaður, og sagði fimm ára töf fylgja nýju staðar­vali. „Þess vegna mun ég fella þessa breyt­ing­ar­til­lögu.“

Samþykkt álykt­un­ar­drög hljóða svo: „Lands­fund­ur tel­ur mik­il­vægt að efla Land­spít­ala há­skóla­sjúkra­hús við Hring­braut með áfram­hald­andi upp­bygg­ingu og bættri aðstöðu. Sam­hliða upp­bygg­ingu Land­spít­al­ans verði aðferðir við fjár­mögn­un sjúkra­húsa skoðaðar.“

Hér má skoða álykt­un­ar­drög vel­ferðar­nefnd­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert