Bjarni endurkjörinn formaður

Bjarni Bene­dikts­son var end­ur­kjör­inn formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins á lands­fundi rétt í þessu. Bjarni hlaut 753 at­kvæði; 96% gildra at­kvæða. Alls greiddu 799 at­kvæði en auðir seðlar voru 15. Bjarni var einn í fram­boði.

Frétt­in verður upp­færð með niður­stöðum í kjöri um vara­formann og rit­ara.

Upp­fært kl. 16.08:

Ólöf Nor­dal hef­ur verið kjör­in vara­formaður flokks­ins með 771 at­kvæði af 816. Auðir seðlar voru 19.

Upp­fært kl. 16.48:

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir var rétt í þessu kjör­in rit­ari. Hlaut hún 668 at­kvæði af 783. Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, sem dró fram­boð sitt til­baka, hlaut 49 at­kvæði en 56 seðlar voru auðir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert