Myndi styðja auðlindaákvæði

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Styrmir Kári

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í þættinum Sprengisandi í morgun að hann teldi líklegt að Framsóknarflokkurinn myndi styðja við stjórnarskrárbreytingar í þá veru að sett verði auðlindaákvæði í stjórnarskrá.

„Við höfum barist fyrir því árum saman, ef ekki áratugum,“ sagði Sigmundur Davíð í þættinum í morgun. „Að sjálfsögðu höldum við áfram að berjast fyrir því,“ sagði hann þegar Sigurjón M. Egilsson, stjórnandi þáttarins, spurði hann hvort flokkurinn myndi samþykkja að sett væri í stjórnarskrána ákvæði um að auðlindir í náttúru Íslands séu í ævarandi eign íslensku þjóðarinnar.

„Ég hef trú á því að það sé hægt að ráðast í breytingar [á stjórnarskránni] meðal annars á því ákvæði sem þú nefnir, en það er mikilvægt þegar farið er í breytingar á stjórnarskrá að það sé sem mest sátt um það og sýnist slík sátt geta náðst, allavega um einhver ákvæði,“ sagði Sigmundur Davíð.

Fráleitt að kenna Árna Páli um

Hann sagði ítrekaði að breytingar á stjórnarskránni yrði að gera í sátt. „Stjórnarskrá er í eðli sínu það sem menn almennt koma sér saman um í samfélaginu.“ Sigurjón spurði því hvort sá sem vildi breytingar á stjórnarskrá hefði í raun neitunarvald, sem Sigmundir tók ekki undir.

Hann sagði margt ágætt hafa verið í tillögum stjórnlagaráðsins að nýrri stjórnarskrá. Lögfræðingar hafi hins vegar bent á að margt í henni hafi ekki verið raunhæft og ekki gengið upp, en það var nokkuð sem stjórnarandstaðan á þeim tími hafi vitað.

Hann sagði verið að draga upp furðulega mynd í þeim efnum og ráðist aða Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, fyrir að hafa eyðilagt stjórnarskrármálið. „Það var bara ekki svoleiðis. Við vorum í samskiptum við stjórnarmeirihlutann á þessum tíma og það var aldrei meirihluti á þingi fyrir að fara í þessar breytingar, meðal annars vegna þess að menn í stjórnarliðinu vissu að sumt af þessu gengi ekki upp,“ sagði Sigmundur, „og fráleitt að reyna að kenna Árna Páli um að hafa eyðilagt þetta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka