Svívirðileg lygi að tala um þjóðarmorð

Raphael Schutz, sendiherra Ísraels fyrir Ísland.
Raphael Schutz, sendiherra Ísraels fyrir Ísland. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rap­hael Schutz, sendi­herra Ísra­el fyr­ir Ísland, for­dæm­ir harðlega álykt­un lands­fund­ar Vinstri grænna varðandi Ísra­el, þar sem fund­ur­inn hvet­ur til þess að rík­is­stjórn­in slíti stjórn­mála­sam­bandi við Ísra­el og að sett verði viðskipta­bann á ísra­elsk­ar vör­ur.

Sendi­herr­ann, sem hef­ur aðset­ur í Osló, er stadd­ur hér á landi í heim­sókn og mun m.a. funda með borg­ar­stjóra á morg­un og borg­ar­full­trú­um á þriðju­dag, til að ræða til­lögu um að sniðganga ísra­elsk­ar vör­ur sem samþykkt var í borg­ar­stjórn 15. sept­em­ber sl.

Í yf­ir­lýs­ingu sem Schutz sendi mbl.is seg­ir sendi­herr­ann að notk­un orðsins „þjóðarmorð“ í tengsl­um við deilu Ísra­els­manna og Palestínu­manna sé „sví­v­irðileg lygi“.

„Það gef­ur til kynna annað hvort full­komna vanþekk­ingu eða al­gjört siðleysi, og ef til vill bæði,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni, sem barst með milli­göngu heiðurskonsúls Ísra­el á Íslandi, Páls Arn­órs Páls­son­ar.

Schutz seg­ist hafa óskað eft­ir fundi með leiðtoga Vinstri grænna, Katrínu Jak­obs­dótt­ur, á meðan heim­sókn hans stæði, en hann hefði ekki fengið svar.

„Að taka af­stöðu af þessu tagi án þess að veita ásakaða sann­gjarna áheyrn virðist eitt­hvað frá dög­um Stalín eða nú­tíma Norður-Kór­eu, ekki eitt­hvað frá flokki sem bygg­ir á lýðræðis­leg­um gild­um.“

Schutz end­ar á því að segja að hann myndi enn vilja eiga fund með Katrínu ef þess væri kost­ur.

Upp­fært kl. 18.49:

Í tölvu­pósti frá Páli Arn­óri sem barst mbl.is fyr­ir stundu seg­ir að í ljós hafi komið að formaður VG hafi svarað beiðni sendi­herr­ans fyrr í dag, áður en yf­ir­lýs­ing­in var send út. Tók hún „já­kvætt“ í beiðni hans um viðtal.

Frétt mbl.is: Samþykktu að slíta sam­bandi við Ísra­el

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert