Ábati af léttlestakerfi í Reykjavík

Svona gæti léttlest litið út á leið sinni milli Smáralindar …
Svona gæti léttlest litið út á leið sinni milli Smáralindar og Skeifu. Tölvumynd/Guðbjörg Brá

Kostnaður við gerð fyrstu létt­lest­ar hér á landi yrði mik­ill, eða um 27 millj­arðar króna, en ábati sem feng­ist af því að fylgja eft­ir stefnu svæðis­skipu­lags höfuðborg­ar­svæðis­ins til 2040 yrði um­tals­verður. Auk þess myndi spar­ast á móti kostnaður vegna nýrra sam­göngu­mann­virkja, þar sem hluti sam­gangna myndi flytj­ast yfir á hið nýja lesta­kerfi.

Þetta er meðal helstu niðurstaðna í meist­ara­prófs­rit­gerð í bygg­inga­verk­fræði eft­ir Guðbjörgu Brá Gísla­dótt­ur. Hún skoðaði hug­mynd­ir sem fram hafa komið um létt­lesta­kerfi á höfuðborg­ar­svæðinu og for­hannaði sér­stak­lega leiðina á milli Smáralind­ar og Skeif­unn­ar. Sú leið yrði 5,8 km löng og ger­ir Guðbjörg ráð fyr­ir sjö lest­ar­stöðvum á leiðinni. Ferðatím­inn yrði 11-12 mín­út­ur.

Ítar­lega er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert